Skírnir - 01.01.1941, Side 133
Skírnir Jón ritari 131
sem hin miklu ferðalög hans haust og vetur í alls konar
veðri tóku mjög á veika líkamskrafta hans, auk þess sem
vanburðir hans, sem hann gekk með frá barnæsku, gerðu
honum einatt mjög erfitt fyrir.
Haustið 1877 var honum þá líka orðin svo mikil þörf
á hvíld, eftir látlaust tveggja ára stríð, að hann skrapp til
útlanda til vetrardvalar. En jafnframt var tilgangur ut-
anfararinnar sá, að kynnast réttarfari í Englandi, og þar
dvaldist hann lengst af vetrar.
Þegar heim kom næsta vor, stóð svo á, að bæjarfóget-
inn í Reykjavík, Lárus E. Sveinbjörnsson, hafði verið
skipaður dómari í landsyfirrétti og bæjarfógetaembættið
enn þá óveitt. Var það ráð þá tekið af landshöfðingja að
fela Jóni ritara að gegna bæjarfógetaembættinu yfir sum-
arið, unz fullráðið væri, hver skipaður yrði í embættið.
Þótt hér væri nú aðeins um þriggja mánaða embættis-
rekstur að ræða, lifir enn meðal hinna eldri eða elztu
Reykvíkinga endurminningin um þann fádæma dugnað,
sem einkenndi alla framkomu hins setta bæjarfógeta, sem
þá líka ýmsum, bæði óvinum og vinum, þótti ganga næst
ofbeldisstjórn. Sem lögreglustjóri í kláðamálinu hafði Jón
ritari verið að nokkuru leyti háður eftirliti Hilmars lands-
höfðingja, sem hann jafnan gat ráðfært sig við og Jón
ritari vissi sér hollráðastan allra manna. En sem bæjar-
fógeti og lögreglustjóri var hann að mestu sinn eigin herra
og óbundinn af öðrum hliðsjónum en á gildandi lögum og
lögreglusamþykktum. Fyrirrennarar hans í bæjarfógeta-
embættinu (sem voru viðurkenndir ágætismenn) höfðu
sízt af öllu verið harðráðir menn, er hlypu upp til handa
og fóta, þótt einstökum atriðum í lögreglusamþykkt bæj-
arins væri hlýtt miður en skyldi. En Jón ritari var öðru-
vísi skapi farinn. Hann vildi drepa niður öllu sleifarlagi í
stjórn bæjarins og berja niður harðri hendi hvað eina,
sem að hans áliti færi í bága við góða reglu, velsæmi og
siðferði. Minniháttar lögreglubrot, t. a. m. of hörð reið á
götum bæjarins, lítilsháttar ryskingar ölvaðra manna á
9*