Skírnir - 01.01.1941, Page 134
132
Jón Helgason
Skírnir
götu, voru látin sæta sektum. Mér er í minni að hafa horft
á ritarann hlaupa berhöfðaðan frá skrifstofu sinni (í
Haraldarbúð sem nú er) upp allan Bakarastíg á eftir
manni, sem honum þótti ríða of hart, unz hann náði hon-
um hjá Hólshúsinu, þar sem hinn fór af baki. Maðurinn
var Kristján Matthiesen á Hliði, er hafði verið í Reykja-
vík til að bjóða ýmsum höfðingjum í brúðkaupsveizlu dótt-
ur sinnar, — þar á meðal Jóni ritara sjálfum! En Jón
þekkti ekki neitt manngreinarálit og Kristján varð að
greiða 4 kr. sekt! — Veitingar áfengis við búðarborð,
hvort heldur selt var eða gefið, voru nú stranglega bann-
aðar að viðlögðum sektum. Ógiftum persónum, er lifðu „í
hneykslanlegri sambúð“, eins og það var kallað, var stíað
sundur, ef ekki vildu þegar ganga í löglegt hjónaband.
Kom jafnvel fyrir, að hann setti í steininn persónu, sem
ekki vildi hlýðnast slíku boði hans. En þrátt fyrir allt
strangdæmið bjó Jón ritari yfir góðu hjarta. Sem dæmi
þess má geta þess, að eitt sinn, er hann hafði stíað sund-
ur slíkum hjónaleysum og meira að segja útvegað kven-
manninum verustað í sveit á góðu heimili, þá setti hann
undir hana reiðhestinn sinn, til þess að hún kæmist sem
allra fyrst burt úr bænum!
Sem við mátti búast, varð þessi framkoma Jóns ritara
sem setts bæjarfógeta ekki til þess að afla honum vinsælda
í höfuðstaðnuin. Miklu fremur eignaðist hann við það
fjandskap ýmsra, er orðið höfðu fyrir barðinu á honum.
Og þeir voru vafalítið allmargir, sem ekki máttu til þess
hugsa, að fá hann skipaðan í bæjarfógetaembættið, enda
var annar maður skipaður í embætti þetta, sem sé E. Theo-
dór Jónassen sýslumaður Borgarfjarðar- og Mýrasýslu,
að vísu mannkostamaður að allra vitund, en ekki talinn
jafnoki Jóns ritara að lagaþekkingu og röggsemi, þótt
hann yrði brátt hinn vinsælasti af bæjarmönnum öllum.
Var þáð hald manna, að Hilmari landshöfðingja hefði þótt
ógerningur að fela frænda sínum stöðu þessa vegna van-
stillingar, sem óneitanlega hafði gætt í aðgerðum hans,
meðan hann gegndi embættinu. Aftur á móti var Jóni rit-