Skírnir - 01.01.1941, Page 135
Skírnir
Jón ritari
133
ara þá um haustið falið málaflutningsstarf við landsyfir-
réttinn, jafnframt ritaraembættinu, og rækti hann það
þrjú hin næstu ár.
Eg get ekki stillt mig um að skjóta hér inn sögukorni,
er sýnir röggsemi Jóns ritara.
Sumarið 1878 var reistur viti á Reykjanesi og vitavörð-
ur skipaður þar syðra. En vitamálin lágu undir landshöfð-
ingjadæmið og höfðu sérstaklega verið falin umsjón rit-
arans. Nú reið á, að gæzla hins nýja og dýra vita færi
ekki í handaskolum. En til þess að ganga sem bezt úr
skugga um, að allt væri í lagi þar syðra, gerði Jón rit-
ari sér ferð þangað suður daginn fyrir Þorláksmessu í
grimmdarfrosti og veðurhörku og komst við illan leik
suður að vita seint á aðfangadagskvöld. Hafði hann valið
þennan árstíma til ferðarinnar, því að hann bjóst við, að
ef til vill léti vitavörður leiðast til vanrækslu skyldu sinn-
ar vegna hátíðarinnar. En þar brást honum bogalistin.
Vitaljósin loguðu skært, þegar suður kom. Vitavörður
hafði ekki látið freistast til að vanrækja skyldu sína. En
svo var vetrarhamurinn mikill þar syðra, að ritarinn varð
að dveljast sem gestur vitavarðar fulla fimm daga og náði
með herkjum að komast heim kvöldið fyrir gamlársdag.
Sýnir þetta, hve samvizkusamlega Jón ritari gerði sér far
um að gæta skyldu sinnar við þau verk, sem honum var
trúað fyrir. Og vitavörðurinn hefir þá sennilega ekki held-
ur gleymt þessari jólaheimsókn Jóns ritara.
Meðan Jón ritari gegndi bæjarfógetaembættinu hér í
bænum, hlaut hann að kynnast ýmsum bæjarmálum, er á
dagskrá voru, og þá um leið einnig bæjarstjórninni, sem
ráða átti svo mörgum af þessum bæjarmálum til lykta. Nú
vildi svo til, að þeir, sem mestu réðu í bæjarstjórn, voru
menn, sem kosnir voru af hinum hærri gjaldendum, en
sköpuðu sér þar meiri hluta með því að ná á sitt band
nokkrum hinna (úr flokki tómthúsmanna) og gátu því
ráðið þar lögum og lofum. En langmesti áhrifamaðurinn
í bæjarstjórninni var Halldór Kr. Friðriksson, sem mestu
réð um afgreiðslu flestra mála, hafði allra bæjarmanna.