Skírnir - 01.01.1941, Síða 136
134
Jón Helgason
Skírnir
lengst og mest verið við bæjarmál riðinn og því gagnkunn-
ugur öllum þessum málum. En með Halldóri yfirkennara
og hinum setta bæjarfógeta var lítil vinátta, síðan þeir átt-
ust við út af kláðamálum, og því var það honum ljúft verk
með aðstoð meiri hluta fulltrúanna að aftra framgangi
ýmiss þess, sem hinn setti bæjarfógeti bar fram í bæjar-
stjórninni. Þessu gat sá geðríki maður Jón ritari ekki
gleymt, og þegar hann nú var horfinn úr bæjarfógetaem-
bættinu, hugsaði hann þessum meiri hluta bæjarstjórnar
gott til glóðarinnar og það þess heldur sem kosning fimm
(þ. e. meiri hluta) bæjarfulltrúa átti að fara fram upp úr
nýári 1879. Var nú hafinn ákafur kosningaáróður með
fundahöldum, auglýsingum, prentuðum flugritum, þar
sem skorað var á kjósendur að kjósa nýja, lýðholla menn
í bæjarstjórnina og hrinda af sér höfðingjavaldinu — eins
og það var orðað —, sem þar hefði undanfarið ráðið lög-
um og lofum. En pottur og panna í öllum þessum „agita-
tiónum“ var Jón ritari. Hann var aðalræðumaðurinn á
öllum fundunum og höfundur flugrita, sem seld voru á
götum úti, og prentaðra áskorana, sem festar voru upp á
gatnamótum. Kom hann þar fram búinn öllum þeim hæfi-
leikum, sem áróðrarmenn þurfa að hafa til að bera, til
þess að geta haft áhrif á áheyrendurna: mikilli mælsku,
hittni og fyndni, sem fæsta hafði áður grunað, að hann
ætti í fari sínu. Málfar hans hafði að vísu ávallt á sér
hreim móðurmáls hans, dönskunnar, en slíkt meiddi eng-
an veginn hlustir áheyrendanna, sem hugfangnir hlýddu
á einatt mergjaðar ræður hans og höfðu ánægju af að
heyra, hversu óþyrmilega hann tók í lurginn á þeim, er
áræddu að andmæla honum, enda urðu þessir undirbún-
ingsfundir undir bæjarstjórnarkosningarnar þennan vet-
ur ein aðalskemmtun bæjarmanna, sem var lengi minnzt.
Aflaði þessi frammistaða ritarans honum brátt ósvikinn-
ar og öruggrar lýðhylli, sérstaklega allrar alþýðu manna
í höfuðstaðnum. Þessari sennilega fyrstu verulegu kosn-
ingarbaráttu hér í bæ lauk þá líka með glæsilegum sigri
Jóns ritara. Allir þeir, sem hann vildi fá kosna, náðu kosn-