Skírnir - 01.01.1941, Síða 138
136
Jón Helgason
Skírnir
Um langan aldur höfðu staðið deilur um veiðiréttinn í
Elliðaánum. En í algleyming komust þær þó ekki fyrr en
eftir 1870. Málsaðilar voru þar þeir Benedikt Sveinsson,
búsettur á Elliðavatni, og H. Th. A. Thomsen kaupmaður,
sem taldi sig eiganda allrar veiði í ánum. Stundaði Thom-
sen laxveiðina með þvergirðingum, svokölluðum laxakist-
um. Málaferlin hófust með því, að Ben. Sveinsson hlóð
flóðgarða mikla fyrir engjum Elliðavatns og veitti ánum
þar upp frá inn á engjarnar. Við það minnkaði vatnið í
ánum hið neðra, svo að lax gekk ekki upp í þær. En þegar
svo Benedikt hleypti vatninu aftur fram, varð vatnsmagn-
ið svo mikið, að flóði yfir þvergirðingar Thomsens, svo að
lax stökk yfir þær. Heimtaði Thomsen bannaðar vatns-
veitingar Benedikts, en Benedikt heimtaði þvergirðingar
Thomsens bannaðar sem lögleysu. Mál, sem af þessu reis,
vann Benedikt í undirrétti, en tapaði því í hæstarétti. Gat
því Thomsen haldið áfram veiðinni með sama hætti og
áður. En frá því sumarið 1877 til 1880 skeði það á hverju
sumri, að kisturnar voru rifnar upp um nætur, og eitt
sumarið þrisvar sinnum, til mikils tjóns fyrir Thomsen,
eiganda veiðarinnar. Sumarið 1880 voru þær í fimmta
skipti rifnar upp um hábjartan dag og 30 manns að verki.
Kom þar loks, að ráðgjafi skipaði rannsókn þessara að-
fara. Var nú Jóni ritara falin þessi rannsókn, sem líkleg-
ustum til að komast að réttri niðurstöðu. Varð niðurstað-
an sú, að veiðirétturinn tilheyrði öllum þeim jörðum, sem
land ættu að ánum fyrir „ofan fossa“. En honum var líka
falið að grafa upp, hverjir þeir óaldarmenn væru, sem
brotið hefðu laxakisturnar. Tókst honum að finna alls 30,
sem við málið voru riðnir, og voru sumir þeirra settir í
steininn til geymslu, meðan á rannsóknum stæði. Dómur
varð ekki uppkveðinn fyrr en vorið 1882. Voru fjórir sekt-
aðir (þar á meðal Þorbjörg yfirsetukona Sveinsdóttir, syst-
ir Benedikts), en hinir allir sýknaðir, af því að málið gegn
þeim hefði verið höfðað of seint.
Sama árið (1881) hafði Jón ritari verið skipaður rann-
sóknardómari í svonefndu „Kristmanns-máli“, út af grun