Skírnir - 01.01.1941, Síða 140
138
Jón Helgason
Skírnir
nólt 4. janúar (1883) var öllu hans stríði lokið. Hann dó
þá nótt í svefni.
Svo raunalega lauk æfi Jóns ritara. Þegar hann nú var
fallinn frá, munu vinir hans og óvinir hafa getað orðið
sammála um, að hér í bæ hafi enginn verið honum sam-
tíða, er tæki honum fram að starfsáhuga og elju. Það, sem
einna mest einkenndi þennan bæklaða mann, var óvenju-
legt kapp hans og brennandi áhugi á hverju því máli, sem
hann gaf sig að. í því efni lagði hann einatt svo mikið á
sig og var svo óhlífinn við sjálfan sig, að þess munu fá
dæmi. Því að Jón ritari lærði aldrei að ætla sér af eða
hlífa veikum kröftum sínum. Hann var maður sístarfandi,
oft langt fram á nætur, gaf sér sjaldan tíma til að taka
þátt í samkvæmislífi bæjarmanna. Fyrir því varð æfi hans
fremur einmanaleg, þótt hann ætti marga frændur hér í
höfuðstaðnum. Hann eignaðist líka marga óvini — og því
ber ekki að neita, að hann var oft óvæginn við þá. En vin-
um sínum, sem aldrei urðu margir, var hann hinn trygg-
asti og boðinn og búinn þeim til hjálpar, ef þess þurfti
með. Alveg sérstaklega var honum Ijúft að rétta hjálpar-
hönd ungum mönnum, sem hann fann, að komast vildu
áfram. Og þeir munu ekki vera allfáir, sem hafa getað
þakkað Jóni ritara fyrir að hafa að einhverju leyti brot-
ið ísinn úr vegi á framtíðarbraut þeirra, þótt ekki færi í
hámælum. Einn slíkra manna þekkti ég vel, — mann, sem
taldi sig eiga Jóni ritara meiri þakkarskuld að gjalda en
nokkrum öðrum vandalausum. Það var Sighvatur Bjarna-
son, síðar velmetinn bankastjóri, sem Jón hafði tekið al-
veg sérstöku ástfóstri við frá því er hann fyrst kynntist
honum hér í bæ sem umkomulitlu ungmenni.
Um lagaþekkingu Jóns ritara er það að segja, að al-
mennt var álitið, að í þeirri grein stæðu færri honum á
sporði. Og það hefi ég fyrir satt, að ekki hafi Hilmar Fin-
sen álitið aðra honum snjallari í lögvísi, eins og hann yfir
höfuð á að hafa dáðst að miklum vitsmunum frænda síns,
og verið þess albúinn að taka svari hans, þegar á hann var