Skírnir - 01.01.1941, Side 143
Skírnir
Utanríkismálastefna Dana 1865—1870
141
væri ráðizt, en þegar heimsófriðurinn fyrri brauzt út, var
það löngu orðin rótgróin kenning, að „Danmörk ræki enga
utanríkismálastefnu", og engin tvímæli voru um það, að
Danmörku bæri þá að vera hlutlaus. Því síður kom nokkr-
um það til hugar, er núverandi ófriður skall á, að Danmörk
ætti annað að gera en gæta fyllsta hlutleysis í allar áttir.
Svo var skilningurinn á hinni breyttu aðstöðu Danmerkur
fastmótaður í vitund fólksins.
Það er því ekki laust við, að það komi alleinkennilega
fyrir sjónir, að ekki skuli vera liðin nema rúm 70 ár síð-
an litið var allt öðrum augum á þetta í Danmörku, og í al-
vöru talið, að það eftir atvikum, sem vel gátu komið til
greina, ekki þyrfti að standa á því, að Danmörk af frjáls-
um vilja væri til í að gerast aðili að vopnadeilum stórveld-
anna; er hér átt við ófrið Prússa og Austurríkismanna
1866 og ófrið Frakka og Prússa 1870.
í bæði skiptin ullu Slésvíkurmálin þessu, en þau mörk-
uðu á þeim árum ekki aðeins utanríkismálastefnu Dan-
merkur, heldur sköpuðu þau einnig óróa í stjórnmálum
heimsins, enda þótt ekki stafaði beinlínis hætta af þeim
fyrir jafnvægið í Evrópu. Allt fram til 1870 var málið á
dagskrá almennra Evrópustjórnmála og krafðist stöð-
ugt lausnar, og það liggur við að mætti kalla það hina
vondu samvizku Evrópu. Danmörk trúði því þá enn, að
hún gæti þurft að taka virkan þátt í stjórnmálum stór-
veldanna hagsmunum sínum til framdráttar. Þetta breytt-
ist fyrst eftir ósigur Frakklands 1870 vegna þeirrar valda-
aðstöðu, sem Þýzkaland náði þá, og nú reið um langt skeið
mest á því að halda góðri sambúð við hinn volduga ná-
granna.
Mönnum hefir eðlilega orðið fullt eins starsýnt á atvik-
in á árunum 1850—1864, af því að þau leiddu til þess, að
Danmörk missti hertogadæmin, eins og á tímabilið 1865—
1870, sem mér þykir þó um margt vera svo merkilegt, að
ég ætla hér að gera grein fyrir utanríkismálastefnu Dana
á þeim árum.