Skírnir - 01.01.1941, Síða 144
142
C. A. C. Brun
Skírnir
Til skilningsauka skal rifjað upp hið helzta, er dró til
þeirra atvika, er hér verður greint frá.
Árið 1848 var gerð uppreisn í hertogadæmunum af
þeim mönnum, sem vildu gera þau að sjálfstæðu ríki í
Þýzka Sambandinu. Þá var við völd í Danmörku frjáls-
lynd þjóðernissinna (national-liberal) stjórn, sem tekið
hafði við völdum sama ár og vildi sameina Slésvík og Dan-
mörku, — láta Danmörku ná að Egðu —, en láta fara sem
verkast vildi um Holtsetaland. Dönum tókst að bæla upp-
reisnina, en af því að afturhaldssöm stórveldin voru and-
víg Egðu-stefnunni og vildu láta veldi Danakonungs ná
óskipt að Saxelfi, fóru fram stjórnarskipti, og við tók
minnihlutastjórn svonefndra ríkisheildarmanna (Hel-
statsmænd), er hölluðust að skoðun stórveldanna. Þá
skuldbundu Danir sig með hinum svonefndu „umtölum
frá 1851—52“ til þess, að tengja ekki Slésvík við Dan-
mörku nánar en Holtsetaland, og því gilti stjórnarskrá
Dana ekki þar. Stórveldin ábyrgðust aftur á móti ásamt
Svíþjóð-Noregi með Lundúna-sáttmálanum frá 1852, að
veldi Danakonungs skyldi haldast óskert.
Það lenti á stjórn frjálslyndra þjóðernissinna að ganga
frá þeirri stjórnarskrá, sem gilda átti um sameiginleg
mál alls veldis Danakonungs, því að grundvallarlögin frá.
5. júní 1849 giltu aðeins um sérmál Danmerkur; það var
hin svonefnda sameiginlega stjórnarskrá frá 1855. Sam-
kvæmt henni áttu landshlutarnir 4, Danmörk, Slésvík,
Holtsetaland og Láenborg, að hafa tiltölulega jöfn áhrif
á sameiginlegu málin. Þetta var heiðarleg tilraun af hendi
Dana til að gera skyldu sína, en hún mistókst vegna óvirkr-
ar mótstöðu Þjóðverja innan Danaveldis. Þóttist stjórnin
því til knúin að afnema þessa stjórnarskrá til bráðabirgða
í Láenborg og á Holtsetalandi, unz betri lausn yrði fund-
in, en það tiltæki æsti hugi manna á Þýzkalandi og jók á
möguleika Prússlands og Þýzka Sambandsins til þess að
sletta sér fram í málið. Stjórnarforsetinn, sem þá var
lengst af, Carl Christian Hall, hafði eiginlega engar sér-
stakar fyrirætlanir um það, hvernig ætti að komast út úr