Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 145
Skírnir
Utanríkismálastefna Dana 1865—1870
143
ógöngunum, en trúði því líkt og Mr. Micawber, að „eitt-
hvað myndi leggjast til“. Alltaf var þó að verða örðugra
undir fæti, og 1863 afréð stjórnin að taka upp gömlu kenn-
inguna um Danmörku að Egðu, og lét hún samþykkja
hina svonefndu nóvemberstjórnarskrá, sem var sameigin-
leg stjórnarskrá fyrir málefni Slésvíkur og Danmerkur
einna, og var því óneitanlega brot á umtölunum frá
1851, enda þótt játa verði, að Danmörk hafi verið mjög
til þess knúin.
Friðrik VII dó áður en honum auðnaðist að undirskrifa
þessa stjórnarskrá, en hinn nýi konungur, Christian IX,
varð, þó hikandi væri, að undirskrifa hana 18. nóvember
1863 vegna þess, að andstæðingar málsins vildu ekki
mynda stjórn, heldur „negla Hall við ábyrgðina", eins og
það var orðað. Hall varð þó fljótlega að fara frá, og Mon-
rad, flokksmaður hans, tók við í því skyni, að láta aftur-
kalla þessa stjórnarskrá, en það var þá um seinan, því að
hjá ófriði varð nú ekki komizt.
Hinir frjálslyndu þjóðernissinnar höfðu óneitanlega
lagt á tæpasta vaðið, því að þeir hlutu að vita, að danski
herinn var óviðbúinn, en þeir treystu á hjálp tryggingar-
ríkjanna frá 1852, sérstaklega Svíþjóðar-Noregs. En þau
voru nú orðin hundleið á þessu flókna máli, sem Pálmer-
stone lávarður sagði, að engir hefðu botnað í nema þrír
menn, Albert drottningarmaður á Englandi, og hann væri
dáinn, Palmerstone sjálfur, sem hefði gleymt öllu, en
þriðji maðurinn hefði lent á vitfirringahæli. Sýnir sagan
að minnsta kosti, hvernig stjórnmálamönnum álfunnar
var orðið til þessa máls. Eftir að nóvemberstjórnarskrá-
in hafði verið sett, þóttust þessi ríki laus allra mála, en
vitanlega réð það úrslitum, að þau þóttust ekki hafa nægra
hagsmuna að gæta til að leggja í ófrið. England og Frakk-
land hafa þó mátt sanna það síðar, að sú skoðun var röng.
Samúð Svíþjóðar-Noregs, sérstaklega Carls konungs XV,
með Danmörku var mikil, og höfðu þau með því að gefa
henni undir fótinn um aðstoð leitt hana út í vogunina, en
þóttust, þegar á herti, ekki nógu sterk til hjálpar. Dan-