Skírnir - 01.01.1941, Page 146
144
C. Á. C. Brun
Skírnir
mörk stóð því ein síns liðs, en lagði þó í ófrið við ofur-
eflið.
Alkunnugt er, að Danir biðu ósigur eftir frækilega
tveggja mánaða vörn í Dybböl, sem tekin var 18. apríl
1864. Eftirtíðin hefir litið þann ósigur nokkuð öðrum aug-
um en samtíðin, en hann var óneitanlega í bili óheppileg-
ur undirbúningur undir hinn alþjóðlega friðarfund, sem
hefjast átti í London í maí sama ár, þótt sigurinn við
Helgoland 9. maí bætti þar nokkuð um.
Á fundinum hélt Danmörk auðvitað fyrst og fremst
fast við ákvæði samningsins frá 1852, en þar eð þýzku
stórveldin þóttust ekki lengur bundin af undirskrift sinni,
var fljótlega farið að ræða um skiptingu Slésvíkur. Stjórn-
in hafði Danmörku að Egðu á stefnuskrá sinni, og átti
því erfitt með að sætta sig við slíka skiptingu, og konungi
var hún og mjög á móti skapi. Hann var hins vegar ekki
fráhverfur því, að sameina Slésvík og Holtsetaland og
skilja þau úr tengslum við Danaveldi, þó svo, að hertoga-
dæmin væru eftir það í persónusambandi við Danmörku.
Fyrir ensk áhrif féllst stjórnin á skiptingu hertoga-
dæmanna um Slien-Danavirki: Þjóðernis- og málernistak-
mörkin voru þó allmiklu norðar, og lágu herfræðileg, sögu-
leg og réttarfarsleg rök til þess, að dönsku stjórninni þótti
nauðsyn að eiga land sunnan þeirra takmarka. Þessari
skiptingu höfnuðu stórveldin þýzku, en létu skína í, að
hægt myndi að fá línu norðan Flensborgar og Tönder, eða
litlu minna en afhent var 1920.
Danska stjórnin þóttist ekki geta gengið að þessari
skiptirigu eða annarri norðan syðstu línunnar, en setti
konungi það í sjálfsvald að ákveða um það. Konungur
stóð fastur á línunni Slien-Danavirki, og því fór Lund-
únafundurinn út um þúfur 25. júní, og ófriðurinn hófst
að nýju.
Styrjöld sú stóð þó ekki lengi, því að Prússar voru fljót-
ir að taka Als, og þótti konungi og stjórn þá nauðsyn á
að semja frið. Þótti jafnframt nauðsynlegt að hafa stjórn-
arskipti, og að ríkisheildarmenn tækju við völdum, því að