Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 147
Skírnir
Utanríkismálastefna Dana 1865—1870
145
svo var haldið, að þeir myndu hafa betri aðgang að stór-
veldunum, af því að þeir höfðu verið þeim sammála um
meðferð Slésvíkurmálsins. C. A. Bluhme, gamalkunnur og
vel kynntur stjórnmálamaður, sem var í góðu áliti meðal
helztu stjórnmálamanna álfunnar, tók við völdum. En allt
kom fyrir ekki, og varð Danmörk að láta af hendi, ekki
aðeins Holtsetaland og Láenborg, heldur og alla Slésvík,
og var ekki annað nefnandi við sigurvegarana.
Ýmsir danskir stjórnmálamenn, og meðal þeirra hinn
fyrri forsætisráðherra Monrad, vildu halda ófriðnum
áfram, af því að friður við stórveldin þýzku myndi ekki
verða haldinn af þeim, heldur verða upphaf að frekari
skiptingu og hruni Danaveldis. Það má vera, að Dan-
mörku hefði verið óhætt að taka ófriðinn upp aftur, án
þess að tilveru hennar hefði verið hætta búin, en hitt var
víst, að Danmörk var þess ekki megnug að leggja aftur
undir sig Jótland, sem óvinirnir höfðu hernumið, og að
þjóðin var að missa móðinn. Var því vonlaust upp á ár-
angur að halda ófriðnum áfram. Friður var þá saminn í
Wien 30. október 1864, og hertogadæmin 3 afhent Prúss-
landi og Austurríki.
Öllum var það ljóst, að með þessu var allri aðstöðu
Danmerkur gerbreytt. Danaveldi, er náði að Saxelfi, var
ekki hægt að skjóta aftur fyrir sig, en óljóst var, hver
áhrif Danmörk með landamæri við Kongeaaen myndi hafa.
Það setti því fullkomið vonleysi að Dönum.
Ekki leið þó á löngu áður en Danir tóku að hjarna við
aftur og keppa að því að ná hinu missta á ný. En hvað var
það, sem hafði verið misst? f augum flestra Dana var það
hertogadæmið Slésvík allt frá Kongeaa til Egðu, en fyrir
því höfðu Danir barizt síðan 1848. En nú, þegar allt virt-
ist tapað, fór samt að vakna skilningur á því í Danmörku,
að Norður-Slésvík hefði alveg sérstakt gildi, af því að hún
var svo til aldönsk að máli og menningu. Menn fóru að
skilja, að enda þótt Danmörk hefði afsalað sér lagalegum
10