Skírnir - 01.01.1941, Side 148
146
C. A. C. Brun
Skírnir
rétti til Slésvíkur með Wienarfriðnum, þá hefði Danmörk
og íbúar Nörður-Slésvíkur hér siðferðilegan rétt, sem ekki
yrði frá þeim tekinn. Konungur var að vísu tengdur Suð-
ur-Slésvík sterkum böndum og var enn ekki úrkula vonar
um, að óskir hans um sameinað Slésvík og Holtsetaland í
persónusambandi við Danmörku gætu rætzt. En eftir
nokkurt hik féllst stjórnin á, að þegar færi gæfist, ætti
viðleitnin eingöngu að beinast að því, að ná aftur danska
hlutanum af Slésvík, og er það upphaf Norður-Slésvíkur-
málsins.
Enda þótt ósigurinn hefði verið greinilegur og ákvæði
friðarsamningsins væru eindregin, mátti ekki gleyma því,
að hertogadæmin höfðu verið afhent báðum sameiginlega,
Prússum og Austurríkismönnum, og meðan þeir voru ekki
búnir að ráðstafa þeim, var ekki öll von úti. Það þurfti því
að halda málinu lifandi á meðan og guða gætilega á glugg-
ann hjá hinum volduga nágranna, sem hafði fenginn und-
ir handarjaðri sínum.
Vorið 1865 tókst aftur upp stjórnmálasamband milli
Danmerkur og þýzku stórveldanna. Varð þá Quaade
kammerherra, sem hafði átt sæti í Bluhmestjórninni,
sendiherra í Berlín, eins og hann, hafði verið fyrir ófrið.
Hann var samvizkusamur, gætinn og heiðarlegur, en full
áhrifalítill til að geta beitt sér persónulega sem þurfti.
í maí 1865 átti hann fyrsta samtalið við utanríkisráð-
herra Prússlands, Bismarck. Hann lét, eins og oftast síð-
ar, þegar Norður-Slésvík bar í tal, í ljós velviljaða samúð,
en kvartaði stundum undan því, að henni væri af vanþakk-
læti of lítið sinnt í Danmörku. Ef hann réði einn, myndi
allt jafnast, en hann ætti yfir sér almenningsálitið og Vil-
hjálm konung, sem ekki taldi sér samboðið að láta neitt
land af hendi, er keypt væri með prússnesku blóði. Hann
hefði feginn viljað hjálpa Danmörku út úr vandræðun-
um, svo að hún mætti vel við una, en hún hefði ekki þekkt
vitjunartíma sinn. Quaade benti nú og síðar á, að það væri
ekki síður í þágu Prússlands, að góður grannskapur tæk-