Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 149
Skírnir
Utanríkismálastefna Dana 1865—1870
147
ist með Danmörku og- því, ekki sízt, þegar það með litlum
tilkostnaði gæti gert Danmörku, og þar með öll Norður-
lönd, að vinum sínum. Bismarck kannaðist við þetta, en
sagði, að í bili væri ekkert hægt að gera, og að hann gæti
alls ekki gert meira en að skrifa upp á víxil fyrir því, sem
kynni að leggjast til, þegar langt fram í sækti. Lengra
varð ekki komizt að sinni.
Það var einnig reynt að fá frönsku stjórnina til að beita
áhrifum sínum, en hún kvað sér ekki henta það enn, enda
mætti Danmörk sjálfri sér um kenna, að ekki hefði
raknað fram úr málinu á Lundúnafundinum. Frakkland
gleymdi þó ekki málinu, eins og síðar getur.
í Danmörku hafði stjórn Bluhmes orðið að fara frá, og
við hafði tekið stjórn jarðeignamanna með Friis greifa
sem forsætis- og utanrikisráðherra. Var hann skylduræk-
inn, þjóðrækinn og gætinn og manna ólíklegastur til
stjórnmálaæfintýra, en hann var þó ekki skilningslaus um
það, að átök milli stórveldanna gætu boðið Danmörku
eina möguleikann til að ná aftur rétti sínum, og að hann
yrði að nota.
Það hafði lengi verið grunnt á góðu milli Prússlands
og Austurríkis, og í febrúar 1866 virtist ófriður yfirvof-
andi. Quaade bryddi þá upp á því við Friis, að nú þyrfti
Danmörk að fara að hafast að, og ætti hún að bjóða Prúss-
um hernaðarbandalag gegn Austurríki; væri það svo mikils
virði fyrir þá, að þeir myndu í staðinn fáanlegir til æski-
legra breytinga á Wienarfriðnum, en til þessa yrði Dan-
mörk þó að fá samþykki Frakklands.
Danmörk hafði verið rangindum beitt, og hafði Prúss-
land verið frumkvöðull að því, enda hafði andúð Dana
beinzt frekar að Prússum en Austurríkismönnum, sem
höfðu leiðzt inn í málið. Þótt það væri réttlætanlegt í
stjórnmálum, var það óneitanlega djarft, að vilja tveim
árum síðar gera hernaðarbandalag við aðalóvininn, jafn-
vel þó til endurskoðunar á friðnum væri að vinna. Hitt
var annað mál, hvernig þjóðin tæki því.
Franska stjórnin var þó ekki lengi að ryðja efasemd-
10*