Skírnir - 01.01.1941, Page 150
148
C. A. C. Brun
Skírnir
um dönsku stjórnarinnar um málið úr vegi, því hún réð
til bandalags við Prússa og til þess, að Danir byðu að verja
þann hluta Slésvíkur, er síðan skyldi falla til þeirra í við-
urkenningarskyni, og eftirlétu Prússum afnot danska flot-
ans í Eystrasalti og Norðursjó. Þótti Frökkum, sem Dan-
mörk myndi upp úr þessu geta haft góða sneið af Slésvík,
sem tæki til Als og Dybböl og jafnvel Flensborgar. Danska
stjórnin afréð þá að fara að ráðum Frakka.
í fljótu bragði kann menn að furða, að danska stjórnin
hafi trúað því, að Prússar vildu nokkuð verulegt vinna til
slíks bandalags, sérstaklega þar sem tilboðið um að verja
þann hluta Slésvíkur, er síðan væri ætlaður Dönum, virt-
ist ekki ýkjamikils virði. Á móti því vó, að Prússland
mátti sín lítils á sjó, og að floti Dana var sterkari en floti
þess. ítalir voru að vísu bandamenn Prússa, en hins
vegar voru flest smáríkin þýzku á bandi Austurríkis. Þá
var og ekki ósennilegt, að Prússland vildi nokkuð til vin-
áttu Danmerkur og Norðurlanda vinna, og að það vildi
koma sér vel við hin stórveldin, sérstaklega Frakkland.
Sú varð þó raunin, að Prússar reyndust hvorki fíknir
í bandalag við Dani, né heldur tilleiðanlegir til tilslakana.
Danir létu ekki sendiherra sinn í Berlín, Quaade, bera
fram tillögurnar þar, því ef þeim skyldi verða hafnað,
þótti það mundu geta torveldað aðstöðu hans þar eftir á.
Til þess var fenginn sendiherra Dana í Pétursborg, Otto
barón von Plessen, sem kom við í Berlín á heimleið til
Kaupmannahafnar. Hann gat, svo lítið bæri á, leitað Bis-
marck uppi. Hann var ríkisheildarmaður og konungholl-
ur og hafði svo góð sambönd við prússnesku hirðina, að
honum hlaut að vera tekið þar vel, enda var hann í sjálfu
sér lagaður til að fara með þetta viðkvæma mál.
í apríl og maí áttu þeir tvö samtöl, Bismarck og Pless-
en, og að því leyti á óheppilegum tíma, að þá virtist vera
að draga saman með Prússlandi og Austurríki. Bismarck
tók öllu vel, en svaraði hvorki af né á, heldur lýsti því, að
Prússland gæti sjálft varið Slésvík með hjálp liðs úr
Mecklenburg, en austurríska flotann kvað hann ítali geta