Skírnir - 01.01.1941, Síða 152
150
C. A. C. Brun
Skírnir
ar fengju pata af þessu austurríska ráðabruggi, og var
Falbe veitt hörð ofanígjöf og honum bent á, að Austur-
ríki hefði enga hjálp boðið á móti, enda gæti það enga
veitt. Sem betur fer, virðist prússneska stjórnin ekki hafa
komizt á snoðir um tiltæki Falbes.
Ófriðnum 1866 lauk með svo ákveðnum sigri Prússa, að
þeir, enda þótt bandamenn þeirra ítalir biðu ósigur á sjó,
þurftu ekki að taka neitt sérstakt tillit til Frakklands, en
það hafði verið hugmynd Napóleons III, að geta miðlað
þar málum og ráðið friðarskilmálum. Það er því einkar
eftirtektarvert, að það var ein af hinum fáu eftirtekjum
Frakklands af þessum ófriði, að í 5. gr. friðarins í Prag
var svo ákveðið, að Prússland skyldi hafa hertogadæmin,
að undanteknum þeim héruðum í Norður-Slésvík, sem með
atkvæðagreiðslu lýstu ósk sinni um að sameinast Dan-
mörku. Þótt Frakklandi stæði þetta á litlu, var það auðvit-
að mikilsvert fyrir Danmörku, því að þar með var aftur
búið að setja lagagrundvöll undir hinar siðferðilegu kröf-
ur Dana til Norður-Slésvíkur. Þessi árangur var fyrst og
fremst að þakka dönskum blaðamanni í París, Jules Han-
sen, sem hafði kunnað lag á því að beita áhrifum sínum
um alla Evrópu, en sérstaklega þó á Frakklandi; hann
hlaut þó ekki þá þann skilning eða þá viðurkenningu, sem
honum bar, af hálfu hins danska utanríkisráðuneytis.
Það var Frakkland, en ekki Austurríki, sem hafði þving-
að Bismarck til að ganga að þessu ákvæði, en af því, að
hann hafði áður látið líklega um kröfur Dana til Norður-
Slésvíkur, bjuggust þeir við, að hann myndi í öllu veru-
legu fara eftir því. Eftir að búið var að gera forsamning
að friðnum, hitti Quaade Bismarck að máli, og nú var
allt annað hljóð í honum. Það væri ómögulegt, sagði hann,
að finna nein þjóðernismót, Danir yrðu óánægðir, hvað
sem þeir fengju, en væru svo fjandsamlegir Þjóðverjum,
að ekki væri þorandi að láta Þjóðverja í Norður-Slésvík
í hendur þeirra, og myndi hann því vinna að því, að 5. gr.
væri ekki tekin upp í lokasamninginn.