Skírnir - 01.01.1941, Page 153
Skírnir
Utanríkismálastefna Dana 1866—1870
151
Þetta tókst Bismarck ekki, og 5. gr. stóð í lokasamn-
ingnum, en það leið langur tími þar til Prússland í sam-
búðinni við Danmörku yfirhöfuð viðurkenndi, að 5. gr.
væri til; af Prússa hálfu var lengi alls ekki á hana minnzt,
og Danmörk gat' ekki annað gert en að þegja og bíða.
Á 5. greinina minntist Prússland ekki fyrr en í maí
1867, að sendiherra þess í Kaupmannahöfn, v. Heyde-
brand, opinberlega tilkynnti dönsku stjórninni, að nú væri
Prússland reiðubúið til að framkvæma hana, en um leið
var þó ljóst, hvað Bismarck ætlaði fyrir sér. Þótt tilgang-
ur hennar væri augljós, var 5. gr. ógreinilega orðuð, og
þess neytti Bismarck. Við hvað var átt, er talað var um
nyrztu héruðin í Slésvík? Var átt við öll héruð með dönsk-
um meirihluta við atkvæðagreiðslu eða aðeins langnyrzta
hlutann, Haderslevamt, og gat Prússland ekki sett hvaða
skilyrði sem það vildi? Er farið var að ræða málið, reynd-
ist Prússland krefjast trygginga fyrir þá Þjóðverja, sem
lentu undir danskri stjórn, en það óttaðist Danmörk mest,
því að þá mátti, samkvæmt reynslunni, eiga von á sífelldri
prússneskri íhlutun í dönsk innanlandsmál. Árangurslaust
var bent á tryggingar grundvallarlaganna og á, að ekki
væri minnzt á neinar tryggingar í Pragfriðnum. Prúss-
land, sem stóð þó næst að koma með tillögur, heimtaði
meira að segja, að Danir skyldu gera fyrstu tillögur um
tryggingarnar. Þó að með sama rétti hefði af Dana hálfu
mátt krefjast trygginga fyrir þá Dani, er undir þýzkri
stjórn lentu, voru Danir svo hyggnir að forðast það. Verst
var, að ekki var látið uppi, hvað Prússar myndu vilja láta
af hendi, og kallað var, að það færi eftir tryggingunum,
en Danmörku var auðvitað nauðsynlegt að vita, hvort það
væri svo mikið, að það svaraði kostnaði að setja trygging-
ar. Þá fylgdi það með, að af hernaðarlegum og sögulegum
ástæðum kæmi ekki til mála að afhenda Als og Dybböl,
enda þótt þetta væri danskasti parturinn af Slésvík, eins
og kosningarnar til norðurþýzka þingsins sýndu einmitt
sama ár. Það er nógu eftirtektarvert, að yfirforingi
prússneska hersins, v. Moltke marskálkur, var ósammála