Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 154
152
C. A. C. Brun
Skírnir
Bismarck um þetta, þar sem það mundi slæva fjandsemi
Dana í garð Prússa, ef þeir hlytu þessa skika.
Meðan á samningunum stóð, var Bismarck með allskon-
ar lagakróka, t. d. kvað hann Austurríki eitt eiga rétt
samkv. 5. gr. og Danmörku engan, en þótt Austurríki
hefði í þessu efni engra beinna hagsmuna að gæta, var
það samt ekki ótilleiðanlegt að styðja Danmörku gegn
Prússlandi. Þá minnti Bismarck ekki alllítið á Portia, sem
vildi láta Shylock fá kjötpundið, en ekki dropa af blóði,
þegar hann sagði, að Prússland væri samkv. 5. gr. aðeins
skyldugt að láta af hendi part af slésvískri grund, en enga
þýzka þegna í Slésvík og þar fram eftir götunum.
Meðal ráðamanna í Danmörku var nokkur efi á því,
hvort, eins og í pottinn væri búið, ætti yfirhöfuð að taka
upp samninga, en vegna hinna vinsamlegu stórvelda var
þó ákveðið að halda þeim áfram, og tryggingamálið kom,
en þó nánast til undirbúningsumræðna í Berlín, en þá lyftu
Þjóðverjar skörinni dálítið frá. Það var látið skína í, að
með tryggingum, er fullnægðu Prússum, myndi fást at-
kvæðagreiðsla í Slésvík suður fyrir Aabenraa, en það var
ekki helmingur hins danska lands, ófullnægjandi trygg-
ingar myndu aðeins færa Dönum Haderslevamt, án þess
að bærinn Haderslev fylgdi, en með engum tryggingum
myndu í hæsta lagi fást nokkrar nyrztu sóknirnar.
Það kom í ljós um tryggingarnar, að Prússar ætluðust
til að fá svo víðtæk áhrif á innri stjórn landshlutans og
slíka sérstöðu handa þýzka minnihlutanum þar, að það
var sama sem að Danmörk afsalaði sér fullveldi yfir hon-
um. Það var og ljóst, að þær tryggingar, sem Danir þótt-
ust geta boðið, myndu taldar ófullnægjandi, og samninga-
umleitanirnar stöðnuðu því í raun réttri 1868, þótt ekki
væri þeim formlega hætt. En það var að vonum, að Danir
grunuðu Bismarck um, að hafa aldrei tekið samningana
alvarlega.
Hin stórveldin fylgdust vel með gangi málsins og töldu
tryggingarkröfurnar óheimilar og ástæðulausar, en skildu
síður óvilja Dana á að draga úr landakröfum sínum; sér-