Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 155
Skírnir
Utanríkismálastefna Dana 1865—1870
153
staklega var Napóleon III nokkuð sama, hvað miklu væri
skilað af Slésvík, ef að nafninu til aðeins væri farið eftir
þjóðernisreglunni. Danir voru því af hræðslu við, að þeim
væri þröngvað til að ganga að ófullnægjandi lausn, lítið
sólgnir í að leita aðstoðar erlendis.
Þó var gerð ein varkár tilraun í þá átt, og þótt undar-
legt megi virðast, að undirlagi Bismarcks sjálfs. Hann
benti í mesta trúnaði á það, að Kristján IX gæti leitazt
fyrir hjá voldugum venzlamönnum sínum um, að þeir
reyndu að fá Vilhjálm Prússakonung I til að sætta sig við
að láta af hendi lönd, sem keypt væru með prússnesku
blóði, en því væri hann mjög andvígur.
Það gat hér naumast verið átt við aðra en Alexander
Rússakeisara II, því að dóttir Kristjáns, Dagmar, var gift
ríkisarfanum, syni hans, en Vilhjálmur Prússakonungur
var móðurbróðir hans, og kunnugt var, að hann vegna
blikunnar, sem dró upp milli Frakklands og Prússlands,
hafði mikinn hug á því, að 5. gr. Pragfriðarins væri af-
greidd.
Það var eftir fyrri framkomu Bismarcks von, að Danir
treystu lítið á ráðhollustu hans og óttuðust sem fyrr, að
þetta væri gildra, sem ætti að veiða þá í, svo að þeir yrðu
neyddir til að ganga að samkomulagi, er ekki væri lausn
málsins, og taka við of lítilli skák með tryggingum þeim,
sem Prússar heimtuðu. Loks óttuðust þeir ennfremur að
þurfa að gera hernaðarbandalag við Prússland, en rúss-
neskir stjórnmálamenn höfðu ekki verið fjarri þeirri hugs-
un. Þá var það hins vegar viðsjárvert að þiggja ekki vin-
gjarnleg ráð um lausn málsins.
Það varð úr, að Kristján IX skrifaði Rússakeisara 1868
og bað hann að styðja að góðri sambúð Prússa og Dana
með því að hjálpa til, að Danir fengju Norður-Slésvík
ásamt Flensborg aftur. Jafnframt var látið skína í, að
minna en Als og Dybböl nægði ekki.. Keisarinn tók þessu
vel, en kvað ólíklegt, að kröfur Dana, þó réttmætar væru,
myndu leiða til samkomulags, og ekki sagðist hann vilja
leggja að móðurbróður sínum. Þá kann það að hafa tor-