Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 156
154
C. A. C. Brun
Skírnir
veldað málið nokkuð, að Vilhjálmur Prússakonungur fékk
fyrir óvarkárni keisarans of snemma pata af, hvað í bí-
gerð væri. Nokkru síðar, er þeir Vilhjálmur og Alexander
hittust á Þýzkalandi, bryddi Alexander upp á málinu, en
Vilhjálmur tók því fjarri vegna þess, hvað Danir væru
tregir í tryggingamálinu.
Ári síðar talfærði Alexander þetta aftur við Vilhjálm,
og nú að beiðni Napóleons III, sem þótti nærri sér höggv-
ið, ef 5. gr. væri ekki framkvæmd, en árangurinn var sízt
betri.
Óljóst er, hvað Bismarck hefir gengið til að gefa þetta
ráð, en hafi það verið gert af heilum hug og ekki til að
flækja Danmörku til að sætta sig við þá lausn, sem Prúss-
ar vildu, þá hefir honum að minnsta kosti snúizt hugur,
því að þegar til stefja kom hjá Rússakeisara, reyndi hann
eftir föngum að verða meinsmaður málsins, og hélt fram
alveg sömu skoðunum og Vilhjálmur konungur; má þetta
að einhverju leyti vera óþagmælsku Rússakeisara að
kenna.
Allt sat því við sama keip og áður, og lausn málsins valt
sem fyrr á því, hvað Prússum og Dönum kynni að semja.
Það var því að vonum, að ýmsir danskir stjórnmálamenn
fóru að gefa þeim átökum gaum, sem yfirvofandi voru
milli Frakka og Prússa, og hvaða möguleika þau kynnu
að færa Dönum. En öllum var Dönum það Ijóst, að er til
átakanna kæmi, vandaðist málið mjög fyrir þeim og að
þeir kynnu þá í snatri að þurfa að taka mikilsverðar
ákvarðanir.
Snemma árs 1870 fór stjórn Friis greifa frá, en við tók
Holstein-Holsteinborg greifi, og voru þrír gózeigendur
með honum í stjórninni. Auk þess voru í henni þrír áhrifa-
mestu menn úr flokki frjálslyndra þjóðernissinna, þeir
Hall, Krieger og Fenger. Þeir voru mjög gáfaðir menn og
miklu æfðari stjórnmálamenn og þjálfaðri ræðumenn en
gózeigendurnir, og var því að vonum, að ráðuneytið bæri