Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 157
Skírnir
Utanríkismálastefna Dana 1865—1870
155
mestan svip af þeim. Þar eð aðalábyrgðin af óförunum
1864, að dómi andstæðinga þeirra og útlanda, að mestu
hvíldi á þeim, og þar sem þeir voru sjálfir með nokkurt
samvizkubit, var vonlegt, að þeim léki hugur á sjálfum
að rétta hlut Danmerkur.
Erlendis vakti það nokkurn óhug, að þessir menn fengu
sæti í stjórninni, og þótti það vita á stefnubreytingu í
utanríkismálum og á, að nú yrði aftur farið inn á brautir
áhættunnar. Þetta var þó misskilningur, enda var því þá
þegar lýst yfir, að haldið mundi utanríkismálastefnu Friis
greifa, og jafnframt áttu gózeigendurnir í stjórninni að
vera trygging fyrir því. Með öllu var grunurinn þó ekki
óskiljanlegur, því tveir gózeigendanna byggðu vonir sín-
ar á sigri Frakka, og um utanríkisráðherrann Rosenörn-
Lehn barón er það að segja, að hann réð ekki við embætt-
isstörfin. Hann var að vísu þrautheiðarlegur og skyldu-
rækinn, en var gersamlega ókunnugur utanríkismálum og
áhugalaus um þau, hafði aldrei við þau fengizt og skorti
hæfileika til að koma orðum að hugsun sinni og standa í
samningum. Það var því auðgert fyrir ágenga meðstjórn-
endur og útlenda sendimenn að hafa áhrif á hann.
Það vildi nú þó svo vel til, að við hlið utanríkisráðherr-
ans stóð maður, sem 'að nokkru fyllti upp í.eyður hans,
forstjóri utanríkisráðuneytisins Peter Vedel, enda var það
hann, sem um þau 24 ár, er Rosenörn var utanríkisráð-
herra, fór með málin, þótt ráðherrann legði til nafnið.
Hann kunni að hnitmiða orð sín svo, að hvorki væri of né
van, var bráðgáfaður og hafði fullkomið yfirlit yfir mál-
in. Hann var því og stöðugt talsmaður ýtrustu gætni í við-
skiptum við stórveldin. Hann hafði ágæt sambönd við er-
lenda sendimenn og innlenda stjórnmálaflokka, en vildi
lítt láta á sér bera og neitaði alltaf tilboðum um að
verða utanríkisráðherra. Hann barðist fyrir stjórnmála-
stefnu sinni innan ráðuneytisins, og væri henni ekki fylgt,
var hann ábyrgðarlaus.
Þessi maður var því tilvalinn kennari og leiðtogi fyrir
Rosenörn, en annað mál var, hvernig honum tókst að halda