Skírnir - 01.01.1941, Side 158
156
C. A. C. Brun
Skírnir
á lærdóminum, sem naumast heppnaðist alltaf fyrst.fram-
an af, meðan hann skorti þjálfun. Þetta var svo áberandi,
að erlendir sendimenn tóku eftir vandræðaskapnum.Þá var
það og nokkuð vafasamt, hve mikið áhrifanna af skoðun-
um Vedels gætti í ríkisráðinu, þegar það var Rosenörn.
sem á þeim hélt þar.
Hér bætti þó konungurinn, Kristján IX, nokkuð úr skák,
því að þar sem er þingbundin konungsstjórn, er það ein-
mitt þegar ólíkar stefnur mætast innan ríkisstjórnarinn-
ar, að konungi gefst færi á að beita áhrifum, sem annars
er sjaldan.
Það skipti nokkuð í tvö horn fyrir: konungi um dagana.
Hann var svo slysinn að taka við af hinum ástsæla Frið-
riki VII, Sem vafalítið hefir verið metinn allt of hátt.
Meðan hann lifði, hafði Kristján forðazt hirðina og konu
konungs, greifynju Danner, en haldið sig með ríkisheild-
armönnum, sem margir hverjir voru Holtsetar, og verið
skoðanabróðir þeirra. Hann var Þjóðverji að ætterni, og
tveir bræður hans höfðu tekið þátt í uppreisninni 1848;
sjálfur hafði hann hikað við að fylgja stjórn frjálslyndra
þjóðernissinna fyrstu daga ríkisstjórnar sinnar, en þó orð-
ið að láta undan síga, og hann hafði miðað skoðanir sínar
á Slésvíkurmálunum við rétt og hagsmuni konungsættar-
innar. Hann hafði því í öndverðu notið lítilla vinsælda,
þótt það væri orðið gerbreytt, þegar hann lézt, og hann
hafði verið talinn þýzklundaður og afturhaldssamur.
Hvorugt var þó alveg rétt, en hitt var satt, að hann van-
treysti stefnu frjálslyndra þjóðernissinna og var sann-
færður um, að Danmörk mætti ekki fara út í nein utan-
ríkismálaæfintýri, enda átti konungsættin mest í húfi, þvf
að' hún hefði naumast staðið af sér annan tapaðan ófrið.
Það var grundvallarskoðun konungs, að Danmörk yrði
að lifa í friði við Prússland, sem myndi rísa aftur úr rúst-
um, enda þótt það tapaði ófriði, og því mætti ekki reyna
að ná Suður-Jótlandi aftur, nema í bróðerni við Prúss-
land. Þá efaðist konungur og um, að Frakkar myndu geta
sigrað Prússa, og hann studdi því gætnari deildina innan