Skírnir - 01.01.1941, Side 159
Skírnir Utanríkismálastefna Dana 1865—1870 157
stjórnarinnar. YerSmæti þessa stuðnings gat í fram-
kvæmdinni þó reynzt vafasamt, því að konungur hafði
krókalausan hugsunargang, og þótt hann ósjálfrátt skildi
kjarna hvers máls, skorti hann næga stjórnmálaþekkingu
og hæfileikann til að setja fram og rökstyðja skoðanir sín-
ar. Samt fór svo, að skoðanir konungs urðu 1870 sérstak-
lega áhrifaríkar, og er að nokkru leyti honum að þakka,
að þá skyldi fara vel.
Þegar ófriðurinn milli Prússa og Frakka brauzt út í
júlí 1870, munu flestir Danir hafa litið svo á, að nú væri
komið að skuldadögunum fyrir Prússlandi. Áhuginn
manna á meðal í Danmörku fyrir því að fara í stríðið
með Frökkum fór sívaxandi þá daga, því að fáir efuðust
um sigur Frakka, og enn færri vissu, hvað þeir voru illa
undirbúnir. Prússneski flotinn var nú að vísu sterkari en
danski flotinn, en danski herinn hafði verið bættur síðan
1864, einmitt með einhverja slíka ófriðarþátttöku fyrir
augum. Þá var hlutleysishugtakið ekki orðið eins aðskorið
og nú er, og menn þurftu ekki að draga neina dul á skoð-
anir sínar, enda gat enginn, sem til Danmerkur kom í júlí
1870, gengið að því gruflandi, hvorum megin samúð Dana
væri.
Innan stjórnarinnar var nokkuð öðruvísi umhorfs, því
að þar voru viðhorfin þrjú. Meirihlutinn, Hall og Fenger
og tveir gózeigendanna, óskuðu eftir hentugu tækifæri til
að fara í ófriðinn með Frökkum. Forsætisráðherrann Hol-
stein og Rosenörn með Vedel að bakjarli vildu fara gæti-
lega, án þess þó að þvertaka fyrir möguleikann á því að
fara í ófriðinn með Frökkum, og á þá sveif hallaðist
Krieger smám saman, en konungur og ríkisarfi, síðar
Friðrik konungur VIII, vildu fyrir hvern mun halda Dan-
mörku utan við ófriðinn. Það var því að vonum, að mið-
flokkurinn, hinir gætnari, mörkuðu stefnuna.
Fyrst þurfti að athuga, hvort yfirhöfuð bæri að gefa