Skírnir - 01.01.1941, Síða 160
158
C. A. C. Brun
Skírnir
hlutleysisyfirlýsingu. Frakkar bjuggust mjög við því, að
Danir gerðust bandamenn þeirra, en vissu, að það myndi
ekki verða þegar í stað og að konungur væri því andvíg-
ur. Þeir gerðu og ráð fyrir, að ef floti og herlið yrði sent
til Eystrasalts, myndi almenningsálitið í Danmörku knýja
stjórnina inn í ófriðinn. Yar sendiherra Frakka í Kaup-
mannahöfn látinn segja stjórninni dönsku hug frönsku
stjórnarinnar. Konungur vildi þegar láta fullvissa Prúss-
land um hlutleysi Danmerkur, en stjórnin hugsaði sér ann-
ars vegar möguleikann á dönsk-frönsku bandalagi, þegar
fram í sækti, en ef hlutleysi væri þegar yfirlýst, var það
mjög erfitt. Þá var hins vegar ekki óhugsandi, að athafna-
leysi Dana í þessu efni gæti komið Bismarck til að fram-
kvæma 5. gr. til þess að tryggja velviljað hlutleysi fyrir
norðan sig.
Nú hafði danska stjórnin frétt það frá Quaade, að farn-
ar væru að renna tvær grímur á þýzku stjórnina, og hann
aðvaraði um það, að Prússar myndu ekki tryggja sig norð-
ur á bóginn með loforðum, heldur með því að hernema
Jótland. Danska stjórnin var því fljót að átta sig á því,
að ekki yrði lengur dregið að koma með hlutleysisyfirlýs-
inguna. Þar fyrir þurfti hún ekki að vera ótvíræð og end-
anlega bindandi, en til þess að öll stjórnin gæti fellt sig við
hana og hún kæmi að notum, þurfti hún beinlínis að vera
svo orðuð, að hún friðaði Prússa, án þess þó að hindra Dani
frá þátttöku í ófriðnum síðar, ef svo byði við að horfa. Þá
þurfti hlutleysisyfirlýsingin að örva Prússa til að fram-
kvæma 5. gr. Pragfriðarins, eða að minnsta kosti ekki að
gera þá áhugalausa fyrir framkvæmd hennar, því að sjálf-
sögðu var lausn Slésvíkurmálsins á þá leið ákjósanlegust
fyrir Dani.
Það lenti auðvitað á Vedel að smíða þetta tveggja handa
járn, yfirlýsinguna, og varð hún á þessa leið:
„Hlutleysi það, sem konungur ætlar að gæta í ófriði
þeim, er yfir stendur, er á náttúrlegan hátt markað af
legu landsins og stjórnmálaaðstöðu ríkisins. Konungur,
sem ekki er bundinn af neinum eldri skuldbindingum,