Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 161
Skírnir
Utanríkismálastefna Dana 1865—1870
159
mun haga aðstöðu sinni eftir þeirri virðingu, sem grund-
vallarreglum þjóðarréttarins og gildandi samningum ber.
Stjórn konungs mun því beina viðleitni sinni að því, að
varðveita hlunnindi friðarins ríkinu til handa, jafnframt
því sem hún tekur nauðsynlegt tillit til þarfa framtíðar-
innar, ekki síður en til hagsmuna líðandi stundar“.
Þungamiðja yfirlýsingarinnar lá í síðustu klausunni,
og um hana urðu allmiklar deilur í ríkisráðinu. Konung-
ur og ríkisarfi voru andvígir klausunni, töldu að henni
lagaflækjukeim og efuðust um, að Prússar létu sér hana
lynda. Forsætisráðherrann og utanríkisráðherrann fylgdu
henni af linku, en hinir ráðherrarnir töldu, að annaðhvort
yrði að vera varnagli í yfirlýsingunni, eða hún yrði að
vera engin, og varð konungur þá a§ láta undan sígaj
Þegar Quaade 28. júlí afhenti yfirlýsinguna í Berlín,
tók Bismarck við henni umyrðalaust, en aðstoðarráðherr-
ann, Thiele, hnaut um klausuna, svo að prússneska stjórn-
in hefir vafalaust skilið fyrirvarann og haft viðbúnað við
því, sem hann var miðaður við. Hitt hefir ekki verið hægt
að komast fyrir, hvort yfirlýsingin hafi forðað Danmörku
undan þeim bráðu aðgerðum, sem fyrirhugaðar höfðu ver-
ið gegn henni.
I samtali Quaades við Bismarck lét hann á sér skilja,
að ekki væri sig að saka um að Norður-Slésvíkurmálið
væri ekki leyst, en það kynni að lagast og fara eftir fram-
komu Danmerkur í ófriðnum, og vildi hann þó engu lofa.
Þetta var því laus ádráttur, sem ekki varð seldur dýrar
en hann var keyptur. Hitt var ljóst, að meira var ekki að
hafa, því að Prússland þóttist fullöruggt með allt Þýzka-
land að baki sér og Bretland og Rússland hlutlaus.
Samtímis því sem danska stjórnin var að ganga frá hlut-
leysisyfirlýsingunni, gerðist í París atvik, sem allt í einu
knúði dönsku stjórnina til þess að segja af eða á um, hvort
hún vildi gera bandalag við Frakka.
Sendiherra Frakka í Kaupmannahöfn hafði þegar skýrt