Skírnir - 01.01.1941, Page 162
160
C. A. C. Brun
Skírnir
stjórn sinni frá því, aS þó bandalagsvilji við Frakka væri
til hjá dönsku þjóðinni og nokkrum hluta ráðuneytisins,
væri um sinn allmikil vandkvæði á framgangi málsins.
Um þessar mundir var fyrrverandi danskur hermála-
ráðherra, Raaslöf hershöfðingi, staddur í París. Hann var
áhangandi bandalags við Frakka og hafði góðan aðgang
að Napóleon III og frönsku stjórninni. í samtölum við
þessa aðila lagði hann fast að þeim að senda flota og her-
lið til stranda Danmerkur, því að eftir það myndi ekki á
henni standa að leggja til 25.000 manna lið og hjálp danska
flotans, og þóttist hann geta lofað þessu. Á móti ætti að
koma, að Danmörk fengi alla Slésvík aftur.
Raaslöf mun naumast hafa dregið dul á það, að hann
væri í París á sínum eigin snærum, en varla þó tekið það
svo skýrt fram, að það drægi úr áhrifum afdráttarlausra
ummæla manns í hans aðstöðu. Þá hefir það og sett nokk-
urn opinberan blæ á viðræðurnar, að sendiherra Dana í
París, Moltke-Huitfeldt greifi, sem einnig var bandalags-
sinni, var viðstaddur úrslitasamtalið.
Meðan hætta þótti á prússneskri árás á Danmörku, hafði
franska stjórnin verið að bollaleggja að senda mikið lið
að ströndum Danmerkur, en það varð úr, að send var að-
eins smáflotadeild og örlítið lið til Frederikshavn, blátt
áfram af því, að Frakkar gátu þá ekki séð af meiru; sýndi
þetta, hve ónógur undirbúningur og lítil fyrirhyggja var
af Frakklaiids hendi. En viðræðurnar við Raaslöf urðu til
þess, að Frakkar afréðu að senda hertogann af Cadore til
Danmerkur til að semja um bandalag við Dani, en við
Raaslöf og Moltke hafði franska stjórnin sagt, að réttast
væri þó, að Danmörk biði hlutlaus, unz hentugt tækifæri
gæfist til að fara í ófriðinn.
Daginn áður en Quaade afhenti hlutleysisyfirlýsinguna
í Berlín, lagði hertoginn af Cadore af stað til Kaupmanna-
hafnar.
Cadore var auðvitað bandalagssinnum í stjórninni, sér-
staklega Hall, aufúsugestur, en forsætisráðherranum, ut-