Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 163
Skírnir
Utanrikismálastefna Dana 1865—1870
161
■anríkisráðherranum og Vedel þótti allt minna til koma,
því að Danmörk var nú komin í klípu. Það var nefnilega
sitt hvað að hugsa það sem möguleika að gera slíkt banda-
lag, þegar fullvíst þætti, að Frakkland myndi sigra, eða
að eiga að taka afstöðu til þess þá þegar eða jafnvel, þó
ekki væri nema að ræða slíkar fyrirætlanir. Það myndi
vera ómögulegt að halda slíku leyndu, og gat þá vel farið
svo, að Prússar hefðu það að átyllu til að hernema Jót-
land. Þá var ekki loku fyrir það skotið, að Prússland kynni
að sigra, enda þótt fæstir gerðu ráð fyrir því. En ef svo
færi, ylti það á velvild Prússa einna, hvort Danir hrepptu
Norður-Slésvík, en óvíst var hvað hún yrði mikil, ef Dan-
ir hefðu fyrst lýst sig hlutlausa, en lægju síðan undir grun
um tvöfeldni og makk um bandalag við andstæðinga Prúss-
lands.
Hins vegar var það áhættuspil, að neita bandalagi við
Frakka, ef þeir skyldu sigra, og væri eftir það ekki að bú-
ast við miklum áhuga hjá þeim fyrir Slésvíkurmálinu.
Væri bandalaginu þegar neitað, var loku fyrir það skot-
ið, að gera það síðar, því að Frakkar myndu þá ekki miða
athafnir sínar við það. Óhætt átti þó að vera að ræða mál-
ið, án þess að fara í ófriðinn þá þegar, eins og Frakkar
líka vildu, og það þurfti ekki heldur að vera nauðsynlegt
að ganga undir eins frá samningum um bandalag, sem
kæmi fyrst til framkvæmda síðar, þótt hafinn væri undir-
búningur að þeim þegar í stað. Um þetta reyndust þó
Frakkar á öðru máli.
Danska stjórnin var sammála um, að ekki væri hægt að
færast undan að ræða við hertogann af Cadore, en það
þurfti að gera það svo að sem minnst bæri á, og því beidd-
ist danska stjórnin þess, að hertoginn færi heim, þegar
er hann hefði lagt fram þau skilaboð, sem hann hafði
meðferðis, en síðan væri samið frekar við sendiherra
Frakka í Kaupmannahöfn. Þá var og ákveðið að fela Friis
greifa, sem ekki var ráðherra, að semja við Cadore, og var
það gert bæði af því, að utanríkisráðherrann var ekki
maður til þess, og eins til þess, að stjórnin, ef á þyrfti að
11