Skírnir - 01.01.1941, Síða 164
162
C. A. C. Brua
Skírnir
halda, gæti með sanni aagt, að hún hefði ekki staðið í
þessu samningamakki. í þessu sambandi er þess og get-
andi, að Danir höfðu, til þess að forðast að Prússar grun-
uðu þá um græzku, engar sérstakar hernaðarráðstafanir
gert, og sérstaklega ekki boðið út meira liði, sem nefnandi
væri, en vant var á friðartímum.
Þegar hertoginn kom til Kaupmannahafnar, var danska
stjórnin enn ekki búin að ráða við sig, hvernig hún ætti
að taka bandalagstilboðinu, sem hann kynni að hafa með-
ferðis, og til hvers og með hvaða skilyrðum væri hægt að
skuldbinda sig. Það var því ekki heldur búið að ganga frá
erindisbréfi handa hinum danska samningamanni, og
fyrstu dagana fóru því aðeins fram viðræður við hertog-
ann á víð og dreif.
Kaupmannahafnarbúar fögnuðu mjög komu hertogans,
en hann kom þó þeim Rosenörn og Vedel heldur illa fyrir
sjónir. Þekking hans á Danmörku og viðskiptum Prúss-
lands og hennar risti ákaflega grunnt, og þótt honum ætti
að vera ljóst, hver áhætta það væri fyrir Danmörku að
gera bandalag við Frakkland, talaði hann þegar í upp-
hafi við Rosenörn og Vedel með hinni mestu léttúð. „Þetta
samningsgrey“, sem hann væri kominn til að gera, væri
hégómi einn, sem Danmörk hlyti þegar að gleypa við. Þeg-
ar Vedel benti á, hve mikið Danmörk ætti í húfi, sagði
hann, að „Danmörk væri svo óveruleg“, og honum fannst
það móðgun við franska herinn að tala um möguleikann á
því, að Frakkar gætu farið halloka fyrir Prússum. Slíkt
hjal vakti auðvitað ekki traust á manninum, og var auk
þess óviturlegt, því að eins og á stóð, voru möguleikarnir
á því að ná bandalagi við Danmörku ekki neitt sérstak-
lega litlir.
í ráðuneytinu kom öllum saman um, að ekki mætti láta
Cadore fara erindisleysu, heldur yrði að minnsta kosti að
láta hann trúa því, að Danir, þegar fram í sækti og sýnt
væri að Frakkar myndu sigra, væru til í að gera bandalag