Skírnir - 01.01.1941, Page 165
Skírnir
Utanríkismálastefiia Dana 1865—1870
163
við þá. Um hitt var deilt, hvort ekki ætti að gera það þeg-
ar í stað. Konungur einn hélt því stöðugt fram, að Dan-
mörk yrði að vera fullkomlega hlutlaus. Eins og verða vill,
varð skoðun hins gætna miðflokks ofan á, og á ráðuneytis-
fundi 3. ágúst var samþykkt skilgreining í 14 liðum eftir
Vedel á því, hvenær og með hvaða skilyrðum Danmörk
gæti hætt hlutleysi sínu. Efni hennar var í aðalatriðum
þetta:
Danmörk getur ekki hætt hlutleysi sínu, nema Frakk-
land hafi haft verulegan framgang á vinstri bakka Rínar
og líkur séu á, að Frakkland sigri. Jafnframt þarf að vera
komið 30.000 manna franskt landgöngulið til Eystrasalts
ásamt flota til að halda uppi hafnbanni á þýzkar hafnir.
Danmörk gæti hvorki áður en að því væri komið farið í
ófriðinn, né heldur skuldbundið sig til að gera það síðar,
ef aðstæður væru til, því að með því móti hefði hún þegar
hætt hlutleysi sínu og gæti átt á hættu, að Prússland færi
með hana eftir því.
Ef þessi skilyrði hins vegar væru fyrir hendi, gæti Dan-
mörk skuldbundið sig til að styðja Frakkland með 20.000
manns, sem þó mætti ekki nota til annars en að hernema
og verja Norður-Slésvík, helzt þó ekki lengra en að Flens-
borg, og svo til að láta danska flotann taka þátt í vörn
Norður-Slésvíkur og vinna að sendistörfum og flutning-
um fyrir frönsku flotadeildina, en alls ekki að hafnbann-
inu á Prússland.
Fyrir þetta átti Frakkland að skuldbinda sig til að semja
ekki frið við Prússa, nema Danmörku væri tryggt hald á
Norður-Slésvík allt að Flensborg.
Friis greifi átti að láta við það sitja að taka við skila-
boðum Cadores um óskir og fyrirætlanir frönsku stjórn-
arinnar, en mátti ekki skuldbinda dönsku stjórnina, held-
ur láta á sér skilja, að ekki væri hægt að ræða skilyrðin
fyrir bandalagi fyrri en sæmilega stór frönsk flotadeild
væri í Eystrasalti. Hann varð hins vegar að varast allt,
er hægt væri að skilja sem neitun á því, að bandalag yrði
gert síðar, enda átti hann fyrst og fremst að ganga svo
11*