Skírnir - 01.01.1941, Síða 166
164
C. A. C. Brun
Skírnii
frá Cadore, aS hann færi heim með þá sannfæringu, að ef
svo bæri undir, gætu hagsmunir Danmerkur og samúð
hennar með Frakklandi orðið til þess, að hún gæfi sig í
ófriðinn með Frökkum.
Bandalagssinnum þótti, sem von var, þessi stefnuskrá of
varnöglum rekin. Auðvitað gat Danmörk ekki sagt Prúss-
um stríð á hendur eða bundizt undir að gera það, nema
komið væri franskt hjálparlið, en hitt var vafasamara,
hvort krefjast ætti þess, að sannaðir væru yfirburðir
Frakka í ófriðnum, áður en til stefja kæmi, því að væru
þeir komnir á daginn, hlaut Frökkum að vera minni akk-
ur í bandalagi við Danmörku en ella. Þá var og hjálp
danska hersins samkvæmt tillögum Vedels heldur lítils
virði fyrir Frakka, en hún gat þó, enda þótt Frakkar væru
búnir að sigra á öðrum vettvangi, flýtt fyrir úrslitunum
og gert sigurinn ótvíræðari en annars myndi verða.
Varð það fyrir tilstyrk Kriegers úr, að afráðið var að
gera engan samning fyrr en franskt lið væri komið á land
í Danmörku, en um hitt var nokkurt ósamkomulag, hve
sterkar vonir ætti að vekja hjá Cadore, og hvort miða ætti
þar við landgönguliðið eða franska sigra við Rín. Varð
það úr, að þessu var skotið á frest. Hall stóð þó fastur á
því, að ef Cadore heimtaði viðstöðulaust ákveðið svar og
synjun myndi leiða til þess að samningaumleitanir féllu
algerlega niður, þá myndi hann fara úr stjórninni.
Enda þótt konungur hefði ekki samþykkt þessa stefnu-
skrá, var samt gefið út erindisbréf til Friis greifa sam-
kvæmt tillögum Vedels 5. ágúst, og sama dag átti greif-
inn fyrsta samningafund við Cadore. Erindisbréfið var
fyrst lagt fyrir konung daginn eftir, væntanlega í því
trausti, að hann ætti erfitt með að neita, eftir að samning-
ar væru þegar hafnir, enda undirritaði hann, þótt með
tregðu væri.
Það verður ekki ofsögum af því sagt, hve erfitt hlut-
verk Friis greifa var, enda þótt hann væri sjálfur sam-