Skírnir - 01.01.1941, Síða 167
Skírnir
Utanríkismálastefna Dana 1865—1870
165
þykkur erindisbréfi sínu. Hann átti ekkert að láta uppi,
en komast þó fyrir endann á öllu og vera í meira lagi loð-
mæltur; hann mátti engan samning gera og alls engu lofa,
en átti þó að láta Frakka halda, að Danir væru fúsir að
fallast í faðma við þá. Það reyndist því og svo, að samn-
ingaumleitanirnar urðu mjög örðugar, og það var festu
Friis greifa einni að þakka, að það tókst að halda þeim
innan vébanda erindisbréfsins.
Þegar á fyrsta fundinum 5. ágúst, lagði hertoginn fram
umboð frá Frakkakeisara til að gera fullkomið varnar-
og sóknarbandalag milli Danmerkur og Frakklands ásamt
tillögum Frakka um framkvæmdirnar. Hugsað var að
setja 28.000 manna franskt lið á land í Norður-Slésvík
20. ágúst, og ætti það að starfa í félagi við nokkuð minna
danskt lið — alls 50.000 manns —, og var búist við, að
þetta lið gæti bundið meira en helmingi stærri þýzkan her
við Eystrasalt, en það var allmikið lið að þeirrar tíðar
hætti.
Það lágu því þarna undir eins fyrir ákveðnar tillögur,
sem danska stjórnin varð að taka afstöðu til. En hertog-
inn heimtaði auk þess, að danska stjórnin tæki ákvörðun
um þetta þegar í stað, vegna þess, sagði hann, að Frakk-
landi riði á hjálp Danmerkur sem fljótast,.og að banda-
lagstilboðið væri svo einstakt tækifæri fyrir Danmörku,
að henni myndi ekki bjóðast það aftur með svo hentug-
um kjörum. Franska stjórnin yrði því að hafa vissu um
afstöðu dönsku stjórnarinnar, áður en hjálparliðið væri
sent.
Þetta var að öllu leyti í ósamræmi við stefnuskrá dönsku
stjórnarinnar, og þegar á fyrsta fundinum reyndi Friis
greifi, án þess þó að vísa á bug kröfunni um að samning-
ur yrði þegar gerður, að koma hertoganum í skilning um,
sumpart hver áhætta það væri fyrir Danmörku upp á fram-
tíðina að gera slíkt bandalag, jafnvel þótt Frakkar sigr-
uðu, og sumpart um þau tormerki, sem væru á því vegna
þess, hvernig á stóð, að gera sarnning nú, enda þótt hann
ætti ekki að koma til framkvæmda fyrr en síðar. Þá reyndi