Skírnir - 01.01.1941, Page 168
166
C. A. C. Brun
Skírnir
og greifinn að vekja beztu hugmyndir hjá hertoganum
um hugarþel dönsku stjórnarinnar og um möguleikana á
því, að hún síðar meir, að breyttum aðstæðum, kynni að
taka öðruvísi í málið. Þar með lauk fyrsta samtalinu, sem
fór fram af hinni mestu vinsemd.
Það var þó fyrirsjáanlegt, að á næsta fundi, 7. ágúst,
myndu samningaumleitanirnar lenda í öngþveiti, ef báðir
aðilar héldu fast á sinni skoðun. Stæði hertoginn jafnfast
og áður á því, að annaðhvort yrði að semja nú eða aldrei,
var ekki gott að vita, hver áhrif það kynni að hafa á
flokkaskiptinguna innan ráðuneytisins.
Milli fyrsta og annars fundar höfðu hertoganum þó
borizt fregnir af ósigri Frakka við Wörth, hinum fyrsta
af mörgum, og hefir það vafalaust valdið því, að hertoginn
var á öðrum fundinum ekki eins harður á því og áður, að
Frakkar gætu ekki sent hjálparlið fyrri en samningar
hefðu verið gerðir; ef Danir gætu ekki gengið að því, þá
töldu Frakkar sig hafa óbundnar hendur, en í því lá, að
ekki var loku skotið fyrir, að samningum gæti samt orðið
haldið áfram. Nú sýndi og hertoginn nokkurn skilning á
viðhorfum Dana.
Þar með var samningaumleitununum lokið, og málið,
að því er virtist, komið inn á nýja braut að því leyti, að
ekki var nú með öllu útilokað, að Danir gætu fengið að
hafa frjálsar hendur, og væntanlega án þess, að Frakkar
fyrtust við. Var nú ekki annað eftir en að danska stjórn-
in semdi og afhenti hið formlega svar við bandalagstil-
boði Frakka, en því hafði Cadore verið lofað eftir 3—4
daga.
Hinn 6. ágúst, eða rétt áður en kunnar urðu fréttirnar
af óförum Frakka, hafði verið haldinn ríkisráðsfundur í
tilefni af því, að hermálaráðherrann óskaði að meira liði
væri boðið út. Hafði þar komið til allharðra átaka milli
konungs og ráðuneytisins, og höfðu konungur og ríkisarfi
staðið þar einir á móti öllu ráðuneytinu. En á tæpu dægri,