Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 169
Skírnir
Utanríkismálastefna Dana 1865—1870
167
fram til 7. ágúst, var allt viðhorfið breytt. Nú voru komn-
ar fréttir af óförum Frakka, og frá sendiráðinu í París
kom skýrsla um, að orðrómur væri á sveimi um, að franski
herinn væri í upplausn og stjórnarbylting í aðsigi; það
fylgdi og með, að það myndi að kunnugra manna dómi
naumast vera hægt að senda lið til Eystrasalts, því að
nota þyrfti allt herlið við Rín.
Það hefði mátt vænta þess, ekki sízt fyrir þá sök,
hvað samningaumleitanirnar við Cadore höfðu farið lag-
lega, að allir væru nú á eitt sáttir um, að ekki kæmi til
mála að Danmörk léti í þann svipinn þvinga sig til banda-
lags við Frakka, og ef svara þyrfti viðstöðulaust, yrði að
neita, jafnvel þótt tilboðið félli þar með alveg niður. En
það var ekki. Næstu daga eftir 7. ágúst var enn verið með
áróður í blöðunum fyrir bandalagi við Frakka, og Raaslöf
hershöfðingi reyndi enn að hafa áhrif á liðsforingjana í þá
átt. Meirihluta ráðuneytisins, Hall-flokknum, þótti og súrt
í broti að þurfa að neita bandalaginu, og hann vonaði í
lengstu lög, að stríðslánið myndi snúa við blaðinu, og, að
því er Vedel segir, grátbændi Hall bókstaflega Friis, að
láta ekki hertogann af Cadore fara svo heim, að hann hefði
ekki fengið ákveðið loforð.
Friis greifi sá fram á það, að ef meirihluti stjórnarinn-
ar vildi knýja fram svar, þvert ofan í vilja konungs og
minnihluta ráðuneytisins, gæti það orðið til að sprengja
það, og hann var sjálfur við því búinn að mynda nýtt
ráðuneyti og taka að sér ábyrgðina á því, að vísa tilboð-
inu franska á bug.
Til þess þurfti þó ekki að koma, því að auk ósigra
Frakka greip rússneska stjórnin inn í málið og studdi
Kristján konung af alefli með því, í samráði við hann, að
leggja allfast að dönsku stjórninni, svo að hún skyldi ekki
áræða að hætta hlutleysinu. Þegar á átti að herða, reynd-
ist það og svo, að bandalagssinnum var orðið ljóst, að ekki
væri annað gerlegt en að láta Codera snúa heim, án þess,
að hann hefði nokkurt loforð meðferðis.
Hinn 9. ágúst varð ráðuneytið ásátt um svarið til Ca-