Skírnir - 01.01.1941, Síða 170
168
C. A. C. Brur.
Skírnir
dore, sem konungur féllst á, og var þar látin í ljós sú von,
að keisara Frakka myndi sjálfum þykja réttast, að mál-
inu væri í bili slegið á frest, og að Danmörk ekki tæki á
sig þá áhættu, sem stafa myndi af því, að hún semdi nú.
Hertoginn af Cadore sá það nú sjálfur, að Danmörk
gat ekki svarað öðruvísi eins og aðstæður voru nú breytt-
ar. Með þessu móti voru allir. vegir opnir, en Danmörk
hafði óbundnar hendur. Þar með var einmitt náð þeim til-
gangi, sem stjórnin hafði orðið nokkurn veginn ásátt um,
er samningaumleitanirnar hófust, og ef stríðslánið skyldi
snúa við blaðinu, var alltaf hægt að taka upp samninga-
umleitanir aftur. En framrás ófriðarins olli fljótlega því,
að sá möguleiki varð þýðingarlaus með öllu.
Það fór þarna svo, að það voru erlend atvik, sem réðu
úrslitum um það, að Danmörk dróst ekki inn í athafnir,
sem hefðu getað orðið henni að falli. En það munaði
minnstu, að Danmörk, þegar ófarirnar dundu yfir, væri
orðin svo fast ánetjuð Frökkum, að ekki væri undankomu
auðið, nema hún að minnsta kosti brenndi gómana. En
hverjum var það að þakka, að Danmörk slapp svo hjá
sambandi við Frakka, að ekki slettist upp á vinskapinn
við Prússa?
1 ræðu 1. janúar 1871 þakkaði konungur ráðuneyti sínu
þetta, og var það frekar gert af kurteisi, en af því, að það
væri sannleikanum samkvæmt. Þeir Friis greifi og Vedel
leyndarráð þökkuðu það hvor öðrum að svona vel fór, en
Aage Friis prófessor telur í riti sínu um atburðina í Dan-
mörku 1870, að þessir þrír menn allir eigi aðalheiðurinn
skilið, því að Friis og Vedel hafi haft getu og aðstöðu til
þess að koma þeirri gætnu stjórnmálastefnu í framkvæmd,
sem Kristján IX hafði gerzt ótrauður talsmaður fyrir.
Að því er sambúðinni við Prússland viðvíkur, komst
Danmörk klaklaust frá málinu, og Danmörk hafði ekki
í framkvæmdinni hætt hlutleysi sínu. Framkoma lands-
manna og blaðanna myndi að vísu ekki hafa fullnægt