Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 171
Skírnir
Utanríkismálastefna Dana 1865—1870
169
kröfum nútíma stríðsaðila um hlutleysi, en sumpart var
andlegt frelsi og umburðarlyndi þá meira en nú, og eins
munu menn á Prússlandi hafa skilið, að eftir meðferðina
á Danmörku 1864 og síðar, gat ekki verið við öðru hugar-
þeli þar að búast.
Því verður hins vegar ekki neitað, að Danmörk átti ekki
beinlínis neina umbun skilið fyrir framferði sitt, og Bis-
marck hefir vafalaust vitað, að Danmörk hefði gengið í
flokk með Frökkum, ef þeir hefðu sigrað. Eftir ófarir
Frakka var það vitanlega undir geðþótta Prússa komið,
hvort 5. gr. Pragfriðarins (yrði framkvæmd eða ekki, en
eftir 1870 tók Bismarck því alltaf illa. Eftir 8 ár - 1878 —
var Bismarck loks orðinn þreyttur á sífelldum kröfum
danskra Slésvíkurbúa um atkvæðagreiðslu samkvæmt 5.
gr., og hann fékk því þá til leiðar komið með leynilegum
samningi milli Prússlands og Austurríkis, sem samkvæmt
prússneskum skýringum eitt átti aðild að greininni, að
greinin væri numin úr gildi.
I desember s. á. hafði yngsta dóttir Kristjáns IX, Þyrij
gengið að eiga Ernst Ágúst hertoga af Kumbaralandi, er
kallaði til ríkis í Hannover, sem hafði verið innlimað í
Prússland 1866 eftir að hafa þá barizt með Austurríkis-
mönnum gegn Prússum. Þetta hjónaband kom illa við Bis-
marck og prússnesku hirðina, og var því svarað með því
í febrúar 1879 að birta samninginn við Austurríki. Þar eð
samningurinn var kallaður gerður 11. október, þegar hann
var birtur, héldu margir Danir, að ákvörðunin um að fella
niður 5. gr. væri bein afleiðing af þessu hjónabandi, sem
Lovísa drottning hafði komið fram, þrátt fyrir nokkra
mótstöðu stjórnarinnar. Síðar reyndist þetta þó vera
rangt, því að samningurinn hafði í raun réttri verið gerð-
ur 13. apríl 1878, en þá var enn ekki búið að stofna til
þessa ráðahags. Samningurinn er í raun og veru gerður í
sambandi við samþykktir Berlínarfundarins sama ár eftir
rússnesk-tyrkneska ófriðinn, í endurgjalds skyni fyrir að
Austurríki þá hlaut Bosníu og Herzegovinu, en Bismarck
notaði nú ráðahaginn til þess að réttlæta samninginn.