Skírnir - 01.01.1941, Síða 172
170
C. A. C. Brun
Skírnir
Samningurinn kom eins og reiðarslag yfir Dani, sem
sáu, að hér var ekkert hægt að gera, en þeir mótmæltu þó
kurteislega og virðulega í Berlín. Þaðan var svarað, að
Danmörk hefði síðan 1867-—68 aldrei sýnt lit á því, að
hún skildi þá nýju aðstöðu, sem atvikin hefðu veitt Þýzka-
landi.
Síðar viðurkenndi Danmörk, til þess að létta kjör Suður-
jóta, með samningnum frá 1907 um kjörþegna, brottfall
5. gr. Þegar Pragfriðurinn var saminn, háttaði tímanum
enn ekki svo, að hægt væri að leysa Norður-Slésvíkur-
málið á þann veg, er Danmörku hentaði. Á næstu 50 ár-
um varð sú breyting, að Flensborg, höfuðborg Norður-
Slésvíkur, varð svo þýzk, sumpart fyrir innflutning og
sumpart fyrir útflutning og brottvísanir, að ekki var
hægt að telja hana lengur til hinnar dönsku Norður-Slés-
víkur, enda þótt meirihluti íbúanna hefði verið danskur
1867. En Danir í Slésvík létu eftir 1879 hvergi undan til-
raunum Prússa til að undiroka þjóðerni þeirra. Það var
reyndar ekki lengur hægt að vísa í lögfræðilegan rétt, en
með þrotlausri seiglu héldu þeir hinum siðferðilega rétti
sínum við lýði fram til 1920, þegar atvikin réðu því, að
allt það land, sem Danmörk þá gat krafizt samkvæmt
meginreglum 5. gr., aftur gekk móðurlandinu á hönd.
H e i m i 1 d i r :
Friis, Aage: Den danske Regering og Nordslesvigs Genforening
med Danmark. I—II, Kbh. 1921—39.
— — : Danmark ved Krigsudbruddet Juli—August 1870.
Kbh. 1923.
Det Nordslevigske Spörgsmaal 1864—79. Udgivet paa Udenrigs-
ministeriets Foranstaltning. I—II, Kbh. 1921—25.
Andreas Frederik Kriegers Dagböger 1848—1880. V. bd. Kbh. 1923.