Skírnir - 01.01.1941, Side 173
Hallgrímur Helgason
Jean Sibelius
Áður en greint verður frá finnska tónskáldinu Jean
Sibelius almennt, finnst mér hlýða að víkja nokkrum orð-
um að einu af merkustu verkum hans, II. hljómdrápunni
(symfónía) í D-dúr, op. 43, og skýra það lítilsháttar, eink-
um fyrsta þáttinn.
í hljómsveitinni, sem leikur verkið undir stjórn Roberts
Kajanusar,1) hollvinar höfundarins, eru, auk strokhljóð-
færanna — I. og II. fiðlu, armfiðlu (brats), knéfiðlu (celló)
og stórfiðlu (kontrabassi) — fern tréblásturshljóðfæri:
2 flautur, 2 óbó, 2 klarinettur, 2 fagottar, og fern málm-
blásturshljóðfæri: 4 horn (,,valdhorn“), 3 trompetar, 3
básúnur, 1 túba (sem er dýpsta og kraftmesta málmblást-
urshljóðfærið) og trumbur.
Sem heild er bjart yfir þessu verki. Blæbrigðum þess
má skipta í þrennt. í fyrsta lagi er frísklegur dúr-kafli,
sem skipar breiðan sess og hefur sig frá hinni glaðlegu
byrjun upp í sigurhæðir lokaþáttarins. Gagnstætt honum
er ríki mollsins, þrungið áköfu þunglyndi og borið uppi
af áhrifum finnska þjóðlagsins. Og mitt á milli þessara
tveggja andstæðna fer fram þrotlaus barátta, sem eins og
miðlar málum milli þeirra og kemur fram í hvössum,
óvæntum hljómbreytingum og sprettharðri hrynjandi.
Fyrsti þáttur hljómdrápunnar er lærdómsríkastur. Hann
er ofinn úr mjög mörgum tónhugsunum, sem allar eru
notaðar í hugvitsamlegum samböndum á hinn margvís-
legasta hátt. Annar þátturinn sameinar andstæðar og
fjarskyldar hugsanir í órjúfanlega heild, en báðir loka-
1) Hér er miðað við tónverkið eins og það er að finna á hljóm-
plötum i eigu Ríkisútvarpsins.