Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 176
174
Hallgrímur Helgason
Skírnir
ott-stefið eykur við hann og stjórnar framvindunni. Enn
kemur ákaft „crescendo“ og málmblásturshljóðfærin flytja
nú 3. stefið með máttugum og eftirminnilegum hljómum,
og þar með lýkur gagnfærslunni. Á eftir henni kemur svo
ítrekunin (reprise).
Hún hefst á dansstefjunni, sem lengi hefir fengið að
hvílast, í sameiningu með öðrum stefjum, eins og mis-
genga stefinu. Gripl strokhljóðfæranna heyrist endurtekið,
og aftur kemur 7. stefið í upprunalegri mynd og í tón-
hvörfum. Þar næst kemur upphafsstef jan enn fram, og er
þá eins og kyrrð færist yfir verkið. í tréblásturshljóðfær-
unum bólar aftur á hinu fallandi fimmundarstefi (6.), og
þessum parti fyrsta þáttarins, ítrekuninni, og þar með
öllum fyrsta þættinum, lýkur síðan með rólegum og stilli-
legum lokahljóm á stofnhljóminum, D-dúr.
Hér verður látið staðar numið með frekari skýringar;
aðeins skal bent á hina sigri hrósandi stefju síðasta þáttar-
ins, Allegro moderato, sem er svona:
j* i — — — I SJl _/? fc? X — ö 3
hfr - !=- i—h j r 3 ,• -f-p-H
7 ^ __ I --- 1 ' ' H 1 1-
r zfríL - -1': - 1
i 7 1 1 4
fm »• L o i r r n - o • !
rw 7 Z.' - s* » s" — l
j p ' ^
Þessi stefja er einnig í 6/4 takt alveg eins og fyrsta stefja
fyrsta þáttarins, og þar með takast báðir jaðarkaflarnir
í hendur og spenna sig utan um verkið, eins og megin-
gjarðir. Upphaf og endir fallast í faðma.
Náttúran og siðmenningin eru höfuðandstæður, sem við
getum haft að mælikvarða á tjáningu mannlegs anda í
margvíslegum myndum. Ef við beitum þessum mælikvarða
við tónlistina, þá verður hið mikla finnska tónskáld, Jean
Sibelius, fyrsti fulltrúi náttúrubundins tónskálds. Önnur
hljómdrápa hans í D-dúr er órækt vitni þess.
Leyndardómur hreinnar eða sjálfgildrar tónlistar (abso-
lut musik), sem ekki er bundin við hið skráða orð eða
skáldsögulega línu, er í því fólgin, að hún er fleirræð; það-