Skírnir - 01.01.1941, Síða 178
176
Ilallg'rímur Helgason
Skírnir
frumskógalandslagsins, sem kemur svo greinilega fram í
annarri hljómdrápu hans, í undirröddunum, sem í sífellu
eru endurteknar. Með þessum undirröddum knýr Sibelius
fram ómótstæSilegan áhrifakraft, sem síSan kemur fram
í breyttri mynd í breiSu gripli stórfiSlanna og knéfiSlanna.
ÞaS, sem hér hefir veriS sagt um aðra hljómdrápu tón-
skáldsins, gildir í öllum höfuðdráttum um Önnur verk hans,
enda var hann búinn að ná fullum þroska, er hann samdi
hana árið 1902, þá 37 ára gamall. VerkiS mætti í góðum
skilningi kalla rómantískt, því að það er laust við frönsk
áhrif ,,impressionismans“, sem síðar koma fram hjá meist-
aranum. Hljómdrápan er tiltölulega bjart og hlýtt verk,
enda þótt hún á köflum feli í sér hrífandi harmleik, sem
áreiðanlega enginn söngelskur hlustandi kemst hjá að
skilja og verða snortinn af.
Jean Julius Christian Sibelius varð 75 ára gamall 8. des-
ember s.l. Hann fæddist árið 1865 í Tavastehus fyrir norð-
an Helsingfors, þar sem faðir hans, Christian Gustaf Sibe-
lius, var læknir. Frá litla sveitahéraðinu kringum þorpið
tók drengurinn Sibelius á móti fyrstu áhrifum þessa heims,
þessa heims, sem síðar átti eftir að opnast fyrir honum í
öllum sínum mikilleik. En þorpið lá mitt inni í finnsku
bændahéraði, svo að það, ásamt gömlu höllinni í þorpinu,
stuðlaði að því að vekja áhuga hans fyrir þjóðlegri menn-
ingu og sögu landsins; og á sumrin flutti fjölskylda hans
til hafnarbæjarins Lovisa eða hafðist við í Skerjagarðin-
um fyrir utan borgina, og þannig laukst Finnland smám
saman upp fyrir syni sínum.
Fyrsta stóra atiagan, sem hann gerði inn á svið tónanna,
fór fram undir berum himni. Þegar hann var 15 ára
gamall, tókst hann á hendur langar gönguferðir og hafði
fiðluna sína að förunaut. „Frá mér numinn af áhrifum
náttúrunnar lét ég fiðluna mína óma frá morgni til kvölds“,
segir hann sjálfur.Hann stóð uppi á stórum steini í Kalahti
og hélt langa hljómleika fyrir skóginn og elfuna sem til-
heyrendur. Skerjagarðurinn hvatti hann ekki síður til að
veita tónunum útrás. Þegar hann hórfði á ölduganginn,