Skírnir - 01.01.1941, Side 180
178
Hallgrímur Helgason
Skírnir
aða hluta heimsins, og hann er sá fyrsti af tónskáldum
Finna, sem gert hefir garðinn frægan um víða veröld.
Eftir að Sibelius hafði lokið stúdentsprófi, byrjaði hann
á lögfræðinámi í Helsingfors, en hætti því brátt, til þess
að geta gefið sig allan að tónlistinni. Fyrsti kennari hans
var Martin Wegelius, sem var söngstjóri óperunnar í Hels-
ingfors; kenndi hann honum fiðluleik og tónfræði. Finnska
tónskáldið Melartin naut einnig tilsagnar Wegeliusar. Síð-
ar fór Sibelius námsferðir til Þýzkalands og Austurríkis.
Á námsárum sínum byrjaði hann að reyna að tileinka sér
persónulegan, finnskan stíl.
í kringum árið 1880 jók finnsk tónlist mikið þroska
sinn; átti finnski hljómsveitarstjórinn og tónskáldið Ro-
bert Kajanus mikinn þátt í því, að Finnar fóru að gefa
þjóðlögum sínum og þjóðsögum meiri gaum en hingað til
hafði verið, og var hinn vaxandi tónlistarþroski ekki sízt
fólginn í því. Fram að þessu höfðu sænsk, rússnesk, eist-
lenzk og finnsk þjóðlög og þjóðvísur verið sungnar í belg
og biðu, án þess að gera greinarmun á ætterni þeirra og
uppruna. Hér hafði finnski málfræðingurinn Elias Lönn-
rot riðið á vaðið og tekið að safna þjóðkvæðum Finna, sem
í aldaraðir höfðu geymzt á vörum manna. Lang-merkileg-
ast og vinsælast er þjóðkvæðasafnið „Kalevala“, sem fyrst
kom út árið 1835. Þessi þjóðkvæði Finna hafa svipað gildi
fyrir þá og Eddukvæðin hafa fyrir okkur íslendinga.
,,Kalevala“ þýðir „land Kaleva“; en Kaleva, sem þýðir
„faðir hetjanna“, er höfuðpersóna kvæðanna. Kaleva er
skáldkonungur, hann er fjölkunnugur og hefir fundið upp
þjóðarhljóðfæri Finna, sem nefnist „kantele"; tónar þess
eru svo heillandi, að dýr merkurinnar hlusta hugfangin
á leik þeirra. Bróðir hans, smiðurinn Ilmarinen, er ramm-
göldróttur og beitir kunnáttu sinni í baráttu þeirra bræðra
gegn hinum harðsnúna mótstöðumanni þeirra, Lemmin-
káinen, sem tryllir konurnar og gerir af sér annan óskunda.
Auk þess koma öll finnsk goð við sögu, og er lífi þeirra og
öllum siðum oft lýst á snilldarlegan hátt. Þessum kvæðum
hefir þegar verið snúið á flest Evrópumál.