Skírnir - 01.01.1941, Page 181
Skírnir
Jean Sibelius
179
í þessum þjóðkvæðum eygði Sibelius undir eins óþrot-
leg yrkisefni, og í fyrsta hljómsveitarverki sínu, „En
Saga“ (þjóðsögn), markar hann línurnar fyrir verðandi
þróun þjóðsagnastílsins. I öðru þjóðsagnaverki hans,
„Uppruni eldsins“, fyrir karlakór og hljómsveit, heyrum
við verk, sem sýnir djúpan sérkennileik. Textinn er úr
Kalevala-kvæðunum og segir frá því, þegar Ukko, þrumu-
guðinn í hinum finnska sagnheimi, gefur mönnunum eld-
inn, sem hann hafði tendrað með sverði sínu, til þess að
þeir geti lýst upp sína dimmu, jarðnesku tilveru, — til þess
að þeir geti „skapað sér nýja sól“. Þessa stórkostlegu
skáldmynd greypir Sibelius inn í verk sitt á ógleymanleg-
an hátt; hugmyndaflug hans þekkir engin takmörk og
skákar jafnvel hliðstæðum tónsmíðum um söguna af Pro-
meþeif hjá Grikkjum, sem rússneska tónskáldið Alex-
ander Scrjabin og fleiri hafa tekið til meðferðar, og væri
hér óneitanlega glæsilegt verkefni fyrir íslenzka karla-
kóra. Hljómsveitarverkin „Lemminkáinen heldur heim-
leiðis“ og „Svanurinn frá Tuonela“ eru líka bæði samin
út af Kalevala-kvæðunum. Hið fyrra varpar fram áhrifa-
mikilli og drungalegri mynd af undirheimum, en hið síð-
ara, „Svanurinn frá Tuonela“, er eins og landslagsmálverk,
málað með fínum en köldum litum, eftirminnilegt í nátt-
úrunánd sinni.
„Tónskáldið verður að leita eftir ítrasta einfaldleik og
skýrleik“. Þetta takmark hafði Sibelius sjálfur sett sér
þegar í æsku, og hann reyndist þessari æskuhugsjón sinni
trúr, alveg eins og þýzka tónskáldið Gluck. Þessi megin-
regla hans kemur glöggt fram í Kalevala-verkinu „Svan-
urinn frá Tuonela“. Svanurinn hefir löngum verið kær-
komið yrkisefni mörgum skáldum. Schubert semur söng-
lagaflokk, er hann nefnir svanasöng, Grieg kveður um
svaninn, og öll þekkjum við íslenzka lagið „Svanurinn
minn syngur“. En Sibelius lætur svaninn frá Tuonela
syngja með öðrum hætti. Til þess að ná tónum hans, not-
ar hann heila hljómsveit, og óbóið, sem er tréblásturs-
hljóðfæri, túlkar sönghljóð svansins; en hljómblær þessa
12*