Skírnir - 01.01.1941, Síða 182
180
Hallgrímur Helgason
Skírnir
hljóSfæris er angurblandinn og heillandi, alveg eins og
lífið í hinum finnska goðaheimi.
Formið í verkum Sibeliusar er oft nokkuð laust í bönd-
unum, og ber ekki að átelja það sem vott um listrænt festu-
leysi,því að ekkerttónskáldNorðurlanda hefir nokkru sinni
birt eins mikla og ákveðna persónu í öllum sínum verkum
sem hann. Að vísu hefir Grieg unnið mikið brautryðjanda-
starf í Noregi með því að hvetja til listrænnar raddfærslu
á þjóðlögunum, og það er með öllu óvíst, hvort við nytum
Sibeliusar, ef Grieg hefði ekki hafið vakningu sína í norsku
þjóðlífi, — en á milli þessara tveggja norrænu tónskálda
liggur þó regindjúp, þrátt fyrir mörg sameiginleg einkenni
og skyldleika.
Grieg hafði gengið í þýzkan skóla og orðið fyrir sterkum
áhrifum frá hinum rómantísku tónskáldum 19. aldarinnar.
Þessi áhrif urðu þó aldrei nógu sterk til að geta gefið stíl
hans endanlega mynd. Það sýnir fyrsta fiðluhljómkviðan
(sónata) hans, sem hann samdi á námsárum sínum í Leip-
zig, enda þótt þetta verk hafi fyrst gert nafn hans frægt.
Hann unir sér illa erlendis og heldur heim að hálfloknu
námi. Þá tekur hann að rannsaka norsku þjóðlögin og
semur hvert verkið á fætur öðru í anda þeirra; þess sjá-
um við greinileg merki í fiðluhljómkviðunum báðum, sem
síðar urðu til. Stíll Griegs tók nú fyrst á sig sína endanlegu
mynd, þjóðlega og nýstárlega í senn, sem síðar hefir haft
mikil áhrif, meðal annars á franska „impressionismann“.
Grieg er fyrst og fremst söngvari, „mesti söngvari Norð-
urlanda“ hefir hann stundum verið kallaður-, og hans sterk-
asta hlið er því sönglagið, það er að segja lag fyrir eina
söngrödd með píanóundirleik. Af þessu leiðir, að hann er
meistari í smáum formum. Litaforði hans er mikill; með
einu pensilstriki seiðir hann oft fram ótrúlega sterkan
sérblæ, sem minnir einna helzt á litlar vatnslitamyndir
frægra málara. Hljómar hans hafa á sér snið heilabrota-
mannsins, sem seilist langt og sækist eftir því, sem frum-
legt er og nýtt, hvað sem það kostar. Þannig hefir hann
miklar mætur á óreglulegum hljómasamböndum og „kró-