Skírnir - 01.01.1941, Page 183
Skírnir
Jean Sibelius
181
matískum" eða smástígum tónaröðum. Grieg raðar gjarn-
an saman mörgum smámyndum til þess að byggja upp
eina samfellda, stóra mynd, og þá er það undir því komið,
hve mikið litlu myndirnar eru innbyrðis skyldar, að stóra
myndin takist vel. Gott dæmi upp á þessa aðferð Griegs
er „Ballade“ í g-moll fyrir píanó, sem er eitt af hans beztu
verkum.
Við skulum nú aðeins líta á starfshætti Sibeliusar og
bera þá saman við starfshætti Griegs. Sibelius stundaði
nám sitt að mestu í föðurlandi sínu; erlendis varð hann
ekki fyrir varanlegum áhrifum, en um það leyti, er hann
sem unglingur var að byrja tónlistarnám sitt, var þegar
farið að kveða töluvert að rússneska tónskáldinu Tschai-
kowski. Enda þótt Finnar forðuðust í hvívetna að taka
Rússa sér til fyrirmyndar, er ekki ósennilegt, að einhverra
áhrifa hafi samt gætt frá Rússlandi, sem þá réð yfir Finn-
landi allt fram til 1917. Og því er ekki að neita, að á stöku
stað má í verkum Sibeliusar finna skyldleika með heims-
borgaranum Tschaikowski. En miklu þyngri á metunum
er skyldleiki hans við finnska þjóðlagið, sem frá fornu
fari hefir verið mjög mikið iðkað í Finnlandi. En Sibelius
tekur ekki þjóðlögin óbreytt upp í verk sín, eins og Grieg
gerir oft, heldur samlagar hann sig anda þeirra og endur-
semur þau á sína vísu, án þess þó að þurrka út séreinkenni
þeirra. Þessi aðferð hans og grundvallarregla er ágæt sönn-
un þess, hve skilningur meistarans á þjóðlaginu er dásam-
lega nákvæmur og skarpur, enda eru Finnar yfirleitt mjög
söngelsk þjóð, og fyrir skömmu hefir finnski tónfræðing-
urinn Ilmari Krohn safnað 18000 finnskum,áður ókunnum,
þjóðlögum. En hún er líka ágæt sönnun þess, hve auðugt
hugmyndafar Sibeliusar er; hann lætur sér ekki nægja að
taka gamla húsganga og fella þá inn í verk sín, eins og þeir
koma fyrir, hann ætlar sér ekki að hrófa upp neinni al-
þýðulagasyrpu, heldur tekur hann þjóðlagið og hefur það
upp í æðra veldi með andagift sinni og hugkvæmni. Þjóð-
lögum Finna svipar í mörgu til okkar íslenzku þjóðlaga,