Skírnir - 01.01.1941, Page 186
184
Hallgrímur Helgason
Skírnir
helzt á kvæði eftir Einar Benediktsson eða málverk eftir
Jóhannes Kjarval.
Eftir að Finnar höfðu barizt til sigurs fyrir frelsi sínu
til þess að losna undan oki Rússa, sem síðan 1809 höfðu
kúgað þá og oft látið þá sæta illri meðferð, samdi Sibelius
hljómsveitarverk sitt „Finlandia“. I þessum tilkomumikla
óð til ættjarðarinnar lýsir hann stjórnmálabaráttu Finna
gegn erlendu kúgunarvaldi. Verkið hefst á því, að hin
undirokaða þjóð reynir að slíta af sér hlekkina, sem hún
er fjötruð í, hún brýzt um í böndunum hvað eftir annað,
þangað til hún sker upp herör gegn yfirdrottnara sínum.
Verkið nær hámarki sínu í lýsingu á frelsisstríðinu gegn
Rússum; tröllauknar hamfarir tákna heift fólksins og
brennandi föðurlandsást, sem að lokum færir því sigur-
inn heim. Ólgan rénar, smátt og smátt færist kyrrð yfir,
en byrjunarátökin endurtaka sig, það bólar á innbyrðis
árekstrum; þegar þau eru liðin hjá, hefst himinhrópandi
lofsöngur, er fólkið gengur til kirkju. Það er hjartnæm
þakkargjörð finnsku þjóðarinnar fyrir fengið frelsi. Eng-
in önnur þjóð á til jafnstórfenglegan ættjarðarsöng, svo
háleitan en auðskilinn, svo byltingasinnaðan og jafnlynd-
an í senn. I honum kemur fram barnsleg einlægni þjóðar-
innar, þung skapfesta hennar og dulhneigð, miskunnar-
laus kraftur og tryllingslegur ofsi, þrjózka hennar og hug-
prýði.
Eins og nærri má geta, er Sibelius elskaður og virtur af'
Finnum, lög hans og tónsmíðar eru afar mikið leiknar og
sungnar, og má segja, að hvert mannsbarn þar í landi
kunni eitthvað eftir hann. Á 60 ára afmæli hans (1925)
veitti finnski Ríkisdagurinn honum æfilöng heiðurslaun,
en það er einhver mesta vegsemd, sem einum manni get-
ur hlotnazt í Finnlandi, og fyrir fáum árum sæmdi þýzka
ríkisstjórnin hann Goethe-heiðurspeningnum. Þar að auki
var hann árið 1914 kjörinn heiðursdoktor við háskólann
í Helsingfors og sömuleiðis við Yale-háskólann í New-
haven í Bandaríkjunum. 1916 varð hann finnskur prófess-
or að nafnbót og skömmu síðar gerði ungverska músík-