Skírnir - 01.01.1941, Síða 187
Skírnir
Jean Sibelius
185
akademíið í Budapest hann að prófessor honoris causa.
I Þýzkalandi, Englandi, Bandaríkjunum og Frakklandi
eru verk hans mjög oft flutt og hljóta alls staðar ágæta
dóma. Hér á landi þekkjum við aðeins örfá verk Sibelius-
ar, nokkur lög fyrir karlakór, píanó eða fiðlu. En við eig-
um einkar hægt með að skilja hann, eða njóta verka hans;
við komumst ekki hjá því að finna í þeim töluverðan skyld-
leika með okkur sjálfum, því að hinni finnsku þjóðarsál
svipar í mörgu til hinnar íslenzku.
Richard Wagner hefir á einum stað í ritum sínum sagt:
„Það er aðeins tilfinning hreinleikans, sem gefur mér
kraft. Ég finn, að ég er hreinn, því að í mínu innsta hug-
skoti veit ég, að ávallt hefi ég aðeins starfað fyrir aðra,
aldrei fyrir sjálfan mig“. Wagner, sem sumir sögðu, að
væri helzti oflátungslegur, hikaði ekki við að gera þessa
sönnu játningu. En Sibelius, sem í eðli sínu er hlédrægur
og lítt fyrir það gefinn að hreykja sér hátt, hefði aldrei
fengizt til að fara sömu eða svipuðum orðum um sjálfan
sig, enda þótt hann sé sér þess fyllilega meðvitandi, að
verk hans eru risavaxnir mílusteinar á þjóðleið norrænn-
ar tónlistar.
Þegar við minnumst finnska tónskáldsins Sibeliusar eða
hlýðum á verk hans, er það lítil tilraun til þess að reyna
að skilja finnsku þjóðina og hennar menningarlegu verð-
mæti. Á sviði bókmennta og líkamsmennta vita margir
deili á Finnlandi, en finnsku tónskáldin hafa ekki hvað
sízt borið merki þjóðar sinnar hátt. Auk Sibeliusar má
minna á Járnefelt, Palmgren, Merikanto, Kilpinen og Toi-
vo Kuula, sem féll í stríðinu við Rússa 1917.
Og að lokum sendum við Jean Sibelius þöglar kveðjur
heim á heimili hans í Járvenpáá fyrir utan Helsingfors,
sem einum æðsta fulltrúa sinnar þjóðar. Og við óskum
þess, að honum megi enn vinnast tími til að semja annað
verk hliðstætt „Finlandia“ 1917, nýjan þakkaróð mikillar
menningarþjóðar fyrir unninn sigur.