Skírnir - 01.01.1941, Page 188
Sir Arthur Eddingtori )
Nauðhyggjan dvínar
Nauðhyggjan (determinism) hefur smám saman horfið
úr kenningum eðlisfræðinnar. Hvarf hennar hefur verið
skýrt á ýmsan hátt. Sumir höfundar eru efagjarnir og
geta ekki látið sér skiljast, að nauðhyggjunni hafi í raun
réttri verið bægt á braut. Sumir halda, að þetta sé ekki
annað en breyting á heimilisháttum eðlisfræðinnar og hafi
engin áhrif á almennar skoðanir heimspekinga. Sumir
ímynda sér, að þarna séu færðar sönnur á kraftaverk.
Sumir taka þann kostinn að bíða kankvísir og sjá, hvort
nauðhyggjan seytlar inn aftur.
Þótt nauðhyggjunni sé hafnað, þá felst ekki í því nein
uppgjöf vísindalegra aðferða; það hefur raunar gert
stærðfræðilega greiningu athugaðra fyrirbrigða máttugri
og nákvæmari. Hins vegar get eg ekki verið sammála
þeim, sem gera lítið úr mikilvægi þessarar breytingar fyr-
ir almenna heimspeki. Það er ekki smávægilegt, að eðlis-
fræðin leggur niður skoðunarhátt, sem hún hefur haldið
uppi samfellt um meira en tvær aldir; og það hefur í för
með sér endurskoðun á einu af vandamálum tilveru vorr-
ar. Eg ætla í þessu erindi aðallega að ræða um þann heim,
sem eðlisfræðin fjallar um, og lítið um það, hvort andinn
sé nauðbundinn eða viljinn frjáls. Mætti vel láta þá menn
*) Sir Arthur Eddington, fæddur 1882, er prófessor í stjörnufræði
í Cambridge og forstjóri stjörnuturnsins þar, forseti konunglega
stjörnufræðingafélagsins og einn af kunnustu vísindamönnum, sem
nú eru uppi. Erindi það, er hér birtist, flutti hann sem forseti í
stærðfræðingafélaginu enska 1932, og birtist það i Annual Report of
the Smithsonian Institution 1932. Efnið er svo merkilegt, að vonandi
er, að menn lesi erindið með ánægju, þó að það kosti nokkra athygli.
ÞýSandinn.