Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 189
Skírnir
Nauðhyg’gjan dvínar
187
um það, sem vanari eru að rökræða slík mál, ef þeir aðeins
gætu vaknað til vitundar um það, hvernig nú horfir á sviði
eðlisfræðinnar. Sem stendur sé eg lítil merki þess, að þeir
séu vaknaðir. Vábrestur vekur bezt; og ef eg verð stund-
um hávær, þá er það af því, að hrotur þeirra, sem sofa,
bergmála nú um bókmenntirnar.
Skilgreiningar nauðhyggjunnar.
Vér skulum fyrst tryggja það, að vér séum sammála
um merkingu orðsins nauðhyggja. Eg tilgreini þrjár skil-
greiningar eða lýsingar yður til íhugunar. Hin fyrsta er
eftir stærðfræðing (Laplace):
Vér ættum þá að telja nútíðarástand heimsins afleiðingu undan-
faranda ástands og orsök þess ástands, sem á eftir kemur. Andi,
sem á tilteknu augnabliki þekkti öll þau öfl, sem náttúran er gædd,
og stöður alls þess, sem hún er samsett af, og væri enn fremur nógu
víðskyggn til að greina öll atriði þess, mundi geta innifalið í einum
■og sama formála hreyfingar hinna stærstu líkama heims og hinnar
léttustu frumeindar (atom). Ekkert væri honum óvíst. Framtíð jafnt
og fortið væri nútíð fyrir augum hans. Mannsandinn er veik eftir-
mynd slíks anda í þeirri fullkomnun, sem honum hefur tekizt að
veita stjörnufræðinni. Öll sannleiksleit hans miðar að því, að hann
nálgist æ meir þann anda, sem vér nú hugsuðum oss.
Önnur er eftir heimspeking (C. D. Broad) :
Nauðhyggja er nafn á kenningu, sem hljóðar svo: Látum S vera
eitthvert efni, i|> eitthvert einkenni, og t eitthvert augnablik. Ger-
um ráð fyrir, að S reynist vera í ástandinu a að því, er i|> snertir
á augnablikinu t. Þá er sú skoðun óhafandi, að allt annað í veröld-
inni hefði getað verið nákvæmlega eins og það var í reyndinni, en
S verið í öðru hvoru hinu ástandinu að þvi, er o[> snertir. [Það
þrenns konar ástand, sem um getur verið að ræða (og a er eitt af
þeim), er: Að hafa einkennið op, að hafa það ekki, og að vera að
breytast.]
Hin þriðja er eftir skáld (Omar Khayyam):
Hin fyrsta mold og hinzta hold er eitt,
i hinzta ávöxt fyrsta sæði breytt.
Á fyrsta morgni rist var rúnin sú,
sem ráðin skal, er lögskil verða þreytt.