Skírnir - 01.01.1941, Side 191
Skírnir
Nauðhyggjan dvínar
189
Þetta er vísvitandi breyting á markmiði eðlisfræðikenn-
inga. Ef eldri eðlisfræðingarnir hefðu verið spurðir, hvers
vegna þeir teldu framför fólgna í því að koma fleiri og
fleiri fyrirbrigðum heim við nauðbundið kerfi, hefði snjall-
asta svar þeirra orðið: „Hvað er annað að gera?“ Bók Di-
racs kemur með svarið. Því að hið nýja markmið hefur
verið geysifrjótt, og fyrirbrigði, sem stærðfræðilegri með-
ferð hafði ekki verið komið við hingað til, eru nú reiknuð
út og það, sem sagt er fyrir, staðfest með tilraunum. Vér
munum brátt sjá, að lögmál ónauðhyggjunnar er í fram-
kvæmdinni eins góður grundvöllur spádóma og lögmál
nauðhyggjunnar var. Eftir öllum reynslumörkum, verður
að telja það mikla framför í þekkingu að fara þessa nýju
leið. Eflaust segir einhver: „Já, en það verður oft að fara
krók til þess að sneiða fyrir ófæru. Vér komumst brátt
fyrir ófæruna og á gamla veginn aftur“. Eg mundi held-
ur kveða svo að orði, að líkt væri um oss og landkönnuði,
sem loks hefðu komizt á snoðir um það, að til eru önnur
verkefni, sem vert er að leysa, en að finna Norðvesturleið-
ina; og vér þurfum ekki að taka of alvarlega spádóm
gömlu sæfaranna, sem telja þessi verkefni stundarafvik,
er muni leiða til afturhvarfs að „hinu sanna markmiði
landkönnunar“. En nú er eg ekki að fjalla um spár og
andspár; aðalatriðið er að gera sér grein fyrir, hvar vér
nú stöndum.
Lögmæli.
Vér skulum fyrst reyna að sjá, hvernig hið nýja mark-
mið eðlisfræðinnar varð til. Vér finnum eins konar reglur
í rás náttúrunnar, komum orðum að þeim og köllum þær
náttúrulögmál. Lögmál má orða jákvætt eða neikvætt, „Þú
skalt“ eða „Þú skalt ekki“. Hér er hentara að orða þau
neikvætt. Vér skulum athuga eftirfarandi tvær reglur, er
koma fyrir í reynslu vorri.
(a) Vér finnum aldrei jafnhliða þríhyrninga með ójöfn-
um hornum.
(b) Vér finnum aldrei 13 tromp á einni hendi í bridge.