Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 192
190
Sir Arthur Eddington
Skirnir
Venjulega skýrum vér þessar reglur á gjörólíkan hátt.
Vér segjum, að hin fyrri eigi sér stað, af því að gagnstæð
reynsla sé ómöguleg; hin síðari komi af því, að gagnstæð
reynsla sé of ólíkleg.
Þessi aðgreining er eingöngu fræðileg; ekkert í athug-
ununum sjálfum gefur bendingu um það, til hvaða flokks
á að telja einhverja sérstaka reglu. Vér skiljum, að
„ómögulegt“ og „of ólíklegt“ getur hvorttveggja verið
næg skýring á hvaða reglu, sem reynslan sýnir oss, og
eldri kenningin skýrði fremur handahófslega eina reglu
á þennan veg og aðra á hinn. Vér gerum engan slíkan
greinarmun í nýju eðlisfræðinni; er þá auðsætt, að vér
skýrum allar reglur á sama hátt og (b) en ekki (a). Það
er naumast unnt að gera ráð fyrir náttúrulögmáli, er geri
það ómögulegt, að 13 tromp komi á eina hönd, þó að rétt
sé gefið; en hitt má ætla, að orsökin til þess, að vér rek-
um oss ekki á jafnhliða þríhyrninga með ójöfnum horn-
um, sé aðeins sú, að slíkir þríhyrningar séu of ólíklegir.
Auðvitað á þessi athugasemd mín ekki við fræðisetningu
hreinnar flatarmálsfræði; eg er að tala um reglu í reynslu
vorri og miða því við þá reynslu, sem gert er ráð fyrir að
staðfesti þennan eiginleika jafnhliða þríhyrnings, þegar
hann er mældur. Mælingar vorar staðfesta hann stöðugt
með mestu nákvæmni, sem unnt er að ná, og munu eflaust
ávallt gera það; en eftir nýju kenningunni er það af því,
að undantekning gæti aðeins komið fyrir, ef hinn geysi-
legi fjöldi efnisagna, er kemur við sögu í hverri mælingar-
tilraun, hagaði sér á afarólíklegan hátt.
Vér verðum þó fyrst að líta á eldri skoðunina, sem taldi
(a) reglu af sérstökum flokki. Samkvæmt því voru tvenns
konar náttúrulögmál. Jörðin heldur áfram að snúast kring-
um sólina, af því að það er ómögulegt, að hún þjóti burt.
Hiti streymir frá heitum líkama til kalds, af því að það er
of ólíklegt, að hann streymi hina leiðina. Köllum fyrri
tegundina lögmál og síðari tegundina lögmæli. Viðurkenn-
ing lögmælanna var þunni endinn á fleygnum, sem að lok-
um klauf nauðhyggjuna.