Skírnir - 01.01.1941, Side 193
Skírnir
Nauðhyg-gjan dvínar
191
í framkvæmdinni eru lögmál og lögmæli jafn ströng,
Ólíkindin, sem lögmæli miðar við, eru svo geysileg, að jafn-
vel ein einasta undantekning kemur naumast til mála.
Maður yrði alveg forviða, ef hiti streymdi frá manni til
eldsins, svo að manni yrði hrollkalt af að standa við hann,
þó að kenning eðlisfræðinnar telji slíkt ekki ómögulegt,
heldur ólíklegt. Nú er það sjálfljóst, að í nauðbundnn
kerfi verður engin tilviljun; lögmál, sem ekki gildir alveg
undantekningarlaust, á ekki heima í slíku kerfi. Meðan
markmið eðlisfræðinnar er að finna nauðbundið kerfi, er
það árangurslaust að leita lögmæla, því að þau gefa aðeins
líkur. Nauðhyggjumaður lætur sér ekki nægja lögmál, sem
segir, að eldurinn vermi mig, ef heppnin er með; hann ját-
ar, að líklegt sé, að hann geri það, en bætir því við, að
finnast muni í eðlisfræðinni lög, sem fyrirskipa hvað eld-
urinn geri mér, hvað sem heppninni líður.
Ef vér drögum líkingu af ættgengisfræðinni, þá er nauð-
hyggjan ríkjandi einkenni. Vér getum haft (og verðum
raunar að hafa) lögmæli með í hverju lögmálskerfi —
lögmæli, sem segja oss, hvað líklegt er að gerist, en eru
hornrekur hinna ríkjandi lögmála, sem segja oss, hvað
verði að gerast. Nauðhyggjan tók því líka með jafnaðar-
geði, að lögmælin þróuðust á skauti hennar. Hvað gerði
það til? Lögmál nauðhyggjunnar voru ríkjandi eftir sem
áður. Menn sáu það ekki fyrir, að lögmælin kynnu, þegar
þau væru orðin fullþroska, að verða sjálfstæð og setjast í
sæti hins ríkjanda foreldris síns. Til er leikur, sem heitir
„Hugsið yður tölu“. Eftir að talan hefur verið tvöfölduð,
lögð við og öðrum reikningsaðferðum beitt, er sagt: „Drag-
ið nú frá töluna, sem þér hugsuðuð yður fyrst“. Vér er-
um nú komnir á það stig í eðlisfræðinni, og það er kom-
inn tími til að draga frá nauðhyggjuna, sem vér hugsuð-
um oss fyrst.
Lögmælin þróuðust drjúgum í skjóli nauðhyggjunnar,
og smám saman var farið að beita þeim við suma þætti
þeirra viðfangsefna, sem lögmálum hafði áður verið beitt
við. Sá tími kom, að lögmælum var eingöngu beitt í sum-