Skírnir - 01.01.1941, Page 194
192
Sir Arthur Eddington
Skíriiir
um þeim greinum eðlisfræðinnar, er mestri framför tóku.
Eðlisfræðingur hélt ef til vill áfram að votta lögmáli holl-
ustu sína, en hann hætti at nota það. Lögmál var gullið,
sem geyma átti í kjallaranum, lögmæli var seðillinn, sem
átti að vera í umferð. Enginn hafði neitt við það að at-
huga; það var talið víst, að seðillinn væri tryggður í gulli.
Loks kom kreppan og eðlisfræðin afnam gulltrygginguna.
Þetta var fyrir skömmu, og skoðanirnar eru skiptar um
það, hverjar afleiðingarnar verði. En flestir frömuðir
eðlisfræðinnar eru nú farnir að furða sig á þeirri trölla-
trú, sem menn höfðu á töframætti gullsins. Hvað sem því
líður, þá er nú svona komið, og bein afleiðing af því hefur
verið stórfelid framför í eðlisfræði frumeindanna.
Vér höfum séð, að lögmæli gerir grein fyrir þeirri reglu,
er birtist í reynslunni, svo að beita má því með jafngóð-
um árangri og lögmáli til þess að spá um framtíðina. Regl-
an og spárnar eru miðaðar við meðalhátterni afarmikils
fjölda einda, sem flestar athuganir vorar fjalla um. Þeg-
ar eindirnar verða færri, fer óvissan að koma í ljós og
spárnar fara að líkjast hættuspili; og þegar loks kemur að
hátterni einstakrar frumeindar eða rafeindar,verður óviss-
an mjög mikil. Þó að sum skeið séu líklegri en önnur, þá
er veðmál um það, hvað rafeind muni gera, yfirleitt eins
óvíst og veðmál um hest.
Það er algeng mótbára, að óvissa vor um það, hvað raf-
eind muni gera í framtíðinni, komi ekki af því, að það sé
ónauðbundið, heldur af vanþekkingu vorri. Því er haldið
fram, að í rafeindinni eða umhverfi hennar búi einhver
eiginleiki, er ráði framtíð hennar; eðlisfræðingarnir hafi
aðeins ekki lært enn þá að uppgötva hann. Eg mun síðar
víkja að þessu atriði. En hér vil eg benda á það, að vilji
eðlisfræðingur taka nokkurn þátt í hinni víðtækari rök-
ræðu um nauðhyggjuna, að því leyti sem hún snertir skiln-
ing á lífi voru og ábyrgð á ákvörðunum vorum, þá verður
hann að styðjast við það, sem hann hefur uppgötvað, en
ekki við það, sem gert er ráð fyrir, að hann kynni að upp-
götva. Fyrsta skref hans ætti að vera að gera það ljóst, að